Hugur - 01.01.2008, Síða 139
Hugsað með Olafi Páli
137
að við metum hana að verðleikum og að hún geti orðið „sjálfstæð uppstretta verð-
mæta“ í lífi okkar. Allt siðað fólk getur skilið að gildi manneskju ræðst ekki af
hagsmunum annarra, þótt öll höfum við mikil not hvert af öðru. A sambærilegan
hátt getum við skilið að gildi náttúrunnar byggist ekki bara á hagsmunum okkar,
þótt við höfum að sjálfsögðu mikil not af henni. I ritdómi um bók Olafs Páls í
tímaritinu Þjóðmál (haust 2007) segist Atli Harðarson eiga erfitt með að henda
reiður á hvað í því felist að hafa gildi óháð mannlegum hagsmunum og hann vill
að Ólafur Páll skýri betur hvernig það má vera (80). Að mínum dómi er slíkar
skýringar að finna í bókinni, það virðast bara ekki vera þær skýringar sem Atli er
á höttunum eftir. Mér virðist ennfremur ekki síður standa upp á Atla að skýra
hvernig það megi vera að ekkert hafi gildi óháð hagsmunum. Er það greypt í eðli
hlutanna að gildi eigi rætur í hagsmunum? Hvers vegna? Ein leið til að reyna að
fá vit í þá hugmynd er vissulega að skilja hagsmuni eins víðum skilningi og kostur
er, miða við menn og dýr, lifandi og ófædd, og bæta ef til vill líka við hugmynd
Johns Stuarts Mill um gildi (nytsemi) „í víðustu merkingu, grundvallaða á varan-
legum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans“. Eg sé samt sem áður ekki að
skynsemin knýi okkur til að grundvalla öll gildi á hagsmunum. Öðru nær. Hug-
myndir okkar um að hlutir geti haft gildi hvað sem líður hagsmunum eiga sér
rætur í hversdagslegri reynslu okkar sem hugsandi, vitandi verur. Nær allir kannast
við þá reynslu sem C.S. Lewis lýsir svo í bók sinni The Four Loves (London:
Geoffrey Bles, 1960):
Það er sú tilfinning sem myndi gera mann ófúsan að spilla miklu málverki
jafnvel þótt hann væri síðasti maðurinn á lífi og sjálfur um það bil að
deyja; sem gerir okkur glöð vegna óspillts skógar sem við eigum aldrei
eftir að sjá; sem lætur okkur vera annt um að garðurinn eða baunaakurinn
fái að halda áfram að vera til [...] Þessi dómur að hluturinn sé mjög góður,
þessi athygli (nánast lotning) sem honum er veitt í eins konar þakkarskuld,
þessi ósk að hann ætti að vera og ætti að halda áfram að vera það sem
hann er jafnvel þótt við munum aldrei njóta hans, getur ekki aðeins átt
við um hluti heldur einnig persónur (26).
Nú gæti Atli vafalaust bent á að slík reynsla sanni engan veginn að gildi geti verið
óháð hagsmunum. Ef síðasta manninum á jörðinni líði betur með þá tilhugsun
rétt fyrir andlátið að spilla ekki merku listaverki þá séu það augljóslega hagsmunir
hans að gera það ekki. Eftir dauða hans séu á hinn bóginn engir mannlegir hags-
munir lengur til og þá hafi ekkert gildi lengur, hvorki listaverk né annað. Það
er vel hægt að halda slíkri allsherjarkenningu um tengsl gilda og hagsmuna til
streitu. En það hefur í sjálfú sér ekki mikla þýðingu. Það er hægt að halda margs
konar allsherjarkenningum til streitu af mikilli rökvísi án þess að þær séu endilega
sannar. Líkt og Ólafi Páli virðist mér réttara og gagnlegra að gera greinarmun á
að minnsta kosti tvenns konar uppsprettu verðmæta; líta svo á að gildi eigi ræt-
ur í hagsmunum og í hugsun okkar og vitund um veruleikann. Verðmæti eru
þá ekki einungis fólgin í því að einhver skynjandi vera finni fremur til ánægju