Hugur - 01.01.2008, Side 141
Hugsað með Ólafi Páli
139
og við þurfum svo sárlega á að halda eigi okkur að takast að ráða farsællega fram
úr viðfangsefnum samtímans. Hér er það sem núverandi venjur okkar og afstaða
til lýðræðisins, og til margra annarra hluta, getur beinlínis staðið lýðræðishugsjón-
inni fyrir þrifum, og gert okkur erfiðara að ráða skynsamlega fram úr brýnum
úrlausnarefnum. Olafur bendir á margt sem getur grafið undan framkvæmd lýð-
ræðis, ekki síst ríkjandi hugmynd um lýðræði sem hann kennir við prútt. I prútt-
lýðræði reyna borgararnir sífellt „að gera verðgildi eigin hagsmuna sem mest en
andstæðra hagsmuna sem minnst“ (123), og þeir hneigjast til þess að ganga „að
óskum borgaranna sem gefnum og [sjá] hið lýðræðislega ferli sem tæki til að telja
þessar óskir saman“ (128). Einn vandinn hér er sá að óskir okkar borgaranna, ekki
síst þær sem hafa afleiðingar fyrir umhverfið, eru iðulega vanhugsaðar og yfir-
borðskenndar og taka lítið tillit til margra þeirra verðmæta sem verðskulda virð-
ingu, gilda á borð við réttlæti, sjálfbærni og hag komandi kynslóða. Ólafur dregur
enga dul á að hann áh'tur skilning margra Islendinga á lýðræði, ekki síst þeirra sem
fara með völdin, rista heldur grunnt. I framkvæmd lýðræðisins hér á landi sé lögð
áhersla á að formleg skilyrði séu uppfyllt, en jafnframt sé oft litið á þau öðru frem-
ur sem ytri skorður:
Samkvæmt prúttlýðræðinu eru ýmis lögbundin ferli, t.d. lögbundið um-
hverfismat og meðferð athugasemda við slíkt mat, ytri skorður sem tak-
marka þá valkosti sem koma til lýðræðislegrar ákvörðunar (kosninga á
Alþingi). Ekki er litið á ferlin sjálf sem mikilsverðan hluta lýðræðislegs
ákvörðunarferlis (133).
Af þessum sökum sé lítt hirt um að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma
við undirbúning ákvarðana og láta efni og vægi þeirra skoðana sem færðar eru
fram móta niðurstöðuna. Gegn prúttlýðræðinu teflir Ólafur Páll fram hugmynd-
inni um rökræðulýðræði sem „gengur ekki að því sem gefnu að borgararnir hafi
skýra hugmynd um hvað séu gæði eða hagsmunir þeirra" heldur „lítur á hið lýð-
ræðislega ferli sem mikilvægan þátt í að móta hugmyndir um gæði og hagsmuni"
(126). Ólafur álítur að þessi hugmynd um lýðræði eigi svör við ýmsum erfiðum
spurningum sem vakna nú á dögum um lýðræðið, meðal annars um það hvort ekki
skapist djúpstæð togstreita milli nauðsynlegrar aðildar sérfræðinga að ákvörðun-
um annars vegar og vilja kjörinna fulltrúa hins vegar, átök milli hagsmuna sem
varða nálæga og áþreifanlega hluti annars vegar og hagsmuni sem varða fjarlæga
og óræðari hluti eins og heill komandi kynslóða hins vegar, og síðast en ekki síst
togstreita vegna þess að yfirþjóðlegar stofnanir þurfa nauðsynlega að fá meiri völd
en áður til að takast á við hnattræn vandamál. Ekki skal ég leggja mat á það hér
hvort rökræðulýðræðið á öll þau svör sem Ólafur telur það hafa, en mér virðast
hugmyndir hans um betra, efnislegra og réttlátara lýðræði vera um margt skyn-
samlegar. Vandinn er að koma þeim í framkvæmd. Og þá er ég kominn að bak-
grunni flestra þeirra viðfangsefna sem Ólafur Páll ræðir um í bók sinni. Sá bak-
grunnur er sú lífsafstaða, þeir lífshættir, sú tækni og sú samfélagsgerð, í einu orði
sagt sú rökvísi, sem hefur fest sig í sessi á undanförnum áratugum og öldum á