Hugur - 01.01.2008, Side 152
150
Hjörlefur Finnsson og Davt'ð Kristinsson
Þróunin sem leiddi til velferðarþjóðfélagsins átti sér langar rætur, fyrst og
fremst almenna menntun. [...] I löndum mótmælenda, þar sem menn
töldu að sálarheill almennings væri best tryggð með því að hann hefði
biblíuna á sínu eigin tungumáli, vildu menn nefnilega efla alþýðumenntun,
svo að sem flestir hefðu aðgang að hinni helgu ritningu. En öll menntun
var þá eitt kerfi, alþýðumenntunin var fyrsta þrepið í löngum stiga sem
leiddi upp til klassískrar menntunar, þeir sem stigu á það héldu stundum
áfram alla leið, þó svo þeir væru af lágum uppruna, og einnig gat klassísk
menntun borist á sinn hátt niður eftir stiganum. Við slíkar aðstæður má
segja með sann, að ef einhver þekking er fyrir hendi og rótgróin á ákveðn-
um stað í þjóðfélaginu verður alþýðumenntunin meira eða minna mátt-
ugur hljómkassi fyrir hana. (320)23
Við fyrstu sýn virðist þetta sannfærandi: almenn menntun skipti vissulega miklu
máli í réttindabaráttu alþýðu, sem svo leiddi til velferðarríkisins. Lestrar- og skrift-
arkunnátta er forsenda skipulagðrar baráttu, auk þess sem hún er að einhverju leyti
forsenda þess að losna úr viðjum hins gefna og þrælslegrar undirgefni gagnvart
yfirboðurum. En þegar betur er að gáð er þetta ekki nema að litlu leyti það sem
Einar Már á við. Hann er ekki fyrst og fremst að tala um gildi alþýðumenntunar
fyrir réttindabaráttu lægri stétta, heldur sem hljómkassa Idassískrar menntunar.
Fyrir Einari Má sameinar klassísk menntun lærða menn og alþýðu, en alþýðu-
menntunin endurómar klassísku menntunina og þannig er grundvöllurinn lagður
að tilurð velferðarþjóðríkisins:
Ég hef heyrt að h'tt menntaðir Englendingar á 19. öld hafi jafnvel farið að
læra forngrísku til að geta stautað sig fram úr guðspjöllunum á frum-
málinu, og það gátu þeir, af því að sh'k þekking var fyrir hendi í umhverfi
þeirra, hægt var að finna kennslubækur og velviljaða leiðbeinendur. Þann-
ig var málum nú háttað í löndum mótmælenda og það voru skilyrðin fyrir
því að velferðarþjóðfélagið gæti þróast. (320-321)
Þótt Einar Már geti vitaskuld um blóðuga baráttu alþýðunnar fyrir rétti sínum og
um tilslakanir atvinnurekenda sem hræðslugæði, lætur hann stöðugt að því liggja
að velferðarríkið hafi komið til vegna þess að hugmyndafræði (hugsjónir, markmið
og aðferðir) þess, innblásin af þekkingu klassískrar menntunar, hafi borið sigurorð
af óskynsamlegri valkostum kommúnisma og villts kapítalisma: „Norðurlandabúar
hafa fundið rétta veginn.“ (20) Kenning Einars Más gerir ráð fyrir því að kraft-
arnir sem drifu áfram samfélagsbreytingarnar og leiddu til þjóðríkis velferðarinnar
hafi að miklu leyti falist í klassískri menntun. Eins og þjóðtungan og þjóðmenn-
ingin var klassísk menntun þjóðargersemi sem sameinaði ólíkar stéttir þjóðfélags-
23 I tilvitnuninni er einnig að finna hæpna söguskoðun sem kveður á um að siðaskiptin hafi
snúist að miklu leyti um viðleitni góðra manna (yfirstéttar) til að efla alþýðumenntun og þar
með enduróm klassískrar menntunar. Aukin menntun hafi þannig verið afsprengi manngæsku
fremur en þátta á borð við breyttar framleiðsluþarfir.