Hugur - 01.01.2008, Side 152

Hugur - 01.01.2008, Side 152
150 Hjörlefur Finnsson og Davt'ð Kristinsson Þróunin sem leiddi til velferðarþjóðfélagsins átti sér langar rætur, fyrst og fremst almenna menntun. [...] I löndum mótmælenda, þar sem menn töldu að sálarheill almennings væri best tryggð með því að hann hefði biblíuna á sínu eigin tungumáli, vildu menn nefnilega efla alþýðumenntun, svo að sem flestir hefðu aðgang að hinni helgu ritningu. En öll menntun var þá eitt kerfi, alþýðumenntunin var fyrsta þrepið í löngum stiga sem leiddi upp til klassískrar menntunar, þeir sem stigu á það héldu stundum áfram alla leið, þó svo þeir væru af lágum uppruna, og einnig gat klassísk menntun borist á sinn hátt niður eftir stiganum. Við slíkar aðstæður má segja með sann, að ef einhver þekking er fyrir hendi og rótgróin á ákveðn- um stað í þjóðfélaginu verður alþýðumenntunin meira eða minna mátt- ugur hljómkassi fyrir hana. (320)23 Við fyrstu sýn virðist þetta sannfærandi: almenn menntun skipti vissulega miklu máli í réttindabaráttu alþýðu, sem svo leiddi til velferðarríkisins. Lestrar- og skrift- arkunnátta er forsenda skipulagðrar baráttu, auk þess sem hún er að einhverju leyti forsenda þess að losna úr viðjum hins gefna og þrælslegrar undirgefni gagnvart yfirboðurum. En þegar betur er að gáð er þetta ekki nema að litlu leyti það sem Einar Már á við. Hann er ekki fyrst og fremst að tala um gildi alþýðumenntunar fyrir réttindabaráttu lægri stétta, heldur sem hljómkassa Idassískrar menntunar. Fyrir Einari Má sameinar klassísk menntun lærða menn og alþýðu, en alþýðu- menntunin endurómar klassísku menntunina og þannig er grundvöllurinn lagður að tilurð velferðarþjóðríkisins: Ég hef heyrt að h'tt menntaðir Englendingar á 19. öld hafi jafnvel farið að læra forngrísku til að geta stautað sig fram úr guðspjöllunum á frum- málinu, og það gátu þeir, af því að sh'k þekking var fyrir hendi í umhverfi þeirra, hægt var að finna kennslubækur og velviljaða leiðbeinendur. Þann- ig var málum nú háttað í löndum mótmælenda og það voru skilyrðin fyrir því að velferðarþjóðfélagið gæti þróast. (320-321) Þótt Einar Már geti vitaskuld um blóðuga baráttu alþýðunnar fyrir rétti sínum og um tilslakanir atvinnurekenda sem hræðslugæði, lætur hann stöðugt að því liggja að velferðarríkið hafi komið til vegna þess að hugmyndafræði (hugsjónir, markmið og aðferðir) þess, innblásin af þekkingu klassískrar menntunar, hafi borið sigurorð af óskynsamlegri valkostum kommúnisma og villts kapítalisma: „Norðurlandabúar hafa fundið rétta veginn.“ (20) Kenning Einars Más gerir ráð fyrir því að kraft- arnir sem drifu áfram samfélagsbreytingarnar og leiddu til þjóðríkis velferðarinnar hafi að miklu leyti falist í klassískri menntun. Eins og þjóðtungan og þjóðmenn- ingin var klassísk menntun þjóðargersemi sem sameinaði ólíkar stéttir þjóðfélags- 23 I tilvitnuninni er einnig að finna hæpna söguskoðun sem kveður á um að siðaskiptin hafi snúist að miklu leyti um viðleitni góðra manna (yfirstéttar) til að efla alþýðumenntun og þar með enduróm klassískrar menntunar. Aukin menntun hafi þannig verið afsprengi manngæsku fremur en þátta á borð við breyttar framleiðsluþarfir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.