Hugur - 01.01.2008, Side 156

Hugur - 01.01.2008, Side 156
154 Hjörlefur Finnsson ogDavíð Kristinsson III. Ofmat og vanmat á hugmyndafræðifrjálshyggjunnar Einar Már álítur drifkraft samfélagsbreytinga sem sagt helst vera að finna í ráð- andi hugmyndafræði. Þetta veldur ofmati á áhrifum frjálshyggjunnar sem hug- myndafræði og gerir þá staðreynd óskýra að kapítalismi og frjálshyggja eru ekki eitt og hið sama. Sá fyrrnefndi er breytilegur: kapítalismi nítjándu aldar var ólíkur velferðarkapítalisma tuttugustu aldar og hnattvæddur kapítalismi samtímans er frábrugðinn fyrri gerðum hans. Það sem breytist eru framleiðsluhættirnir, ásamt útþenslu- og vaxtarsviði kapítalismans. Það sem réttlætir, þrátt fyrir þetta, að setja þessar ólíku gerðir undir einn hatt, er að kapítalisminn er ákveðin tegund sam- skiptakerfis sem kemur skipan á samskipti fólks eftir ákveðnum reglum valds og vaxtar. I einfölduðu máli er kapítalismi í fyrsta lagi stigveldiskerfi valds þar sem mismikið auðmagn segir til um, með tilvísun í verðgildi, afstæða valdastöðu ein- staklinga, hópa og stétta, og skilgreinir samskipti þeirra.281 öðru lagi gengur kap- ítalismi út á vöxt. Hann getur lifað af stutt krepputímabil neikvæðs vaxtar en rís síðan upp úr öskustónni og tekur að vaxa sem aldrei fyrr: framleiðslan verður að aukast. I þriðja lagi er skilgreining einkaeignaréttar grunnforsenda kapítalísks samfélags því hann gerir auðsöfnun mögulega. Og í ijórða lagi er kapítalismi aldrei „hreinn“ heldur tengist hann ávallt öðrum valdaformgerðum stigveldis- bundins samfélags. Það er tækt að kalla samfélög kapítalísk þegar tilvísun til verð- gildis, eignarréttar og framleiðsluaukningar er ráðandi innan samskiptakerfa þeirra. I þeim skilningi má segja vestræn samfélög kapítalísk frá og með iðn- byltingu átjándu og nítjándu aldar. Slík samfélög geta lifað með öðrum valda- stofnunum, kirkjunni, háskólum o.s.frv., svo lengi sem þær hindra ekki vöxt þeirra. Sama gildir um hugmyndafræði: kapítalismi getur lifað með hvaða hugmynda- fræði sem er svo lengi sem hún hefur ekki áhrif á grunnstoðir hans og vöxt - þótt vissulega saki ekki að hún hafi jákvæð áhrif á vöxt hans.29 Annað er uppi á ten- ingnum þegar stofnanir, valdaformgerðir og hugmyndafræði hindra vöxt kapítal- ismans; þá beinist kraftur hans að því að leysa þær upp, uppræta eða innlima. Þannig hefur kapítalismi verið einn helsti drifkraftur samfélagsbreytinga frá tilkomu iðnbyltingarinnar. Velferðarríkið var kapítalískt enda hindruðu tilslakanir auðmagnseiganda í átt til aukinna alþýðuréttinda ekki vöxt hans og höfðu jafnvel 28 Þetta skýrir auðsöfnun einstaklinga sem nær langt fram yfir mögulega neyslu eða uppfyllingu þarfa þeirra, fjölskyldna, vina og afkomenda. Slík auðsöfnun hækkar viðkomandi í valdastig- anum. 29 Listi einræðis- og harðstjórnarríkja þar sem auðvaldið lifir eða lifði með hugmyndafræði andstæðri klassískri frjálshyggju og nýfrjálshyggju er langur: Chile, Argentína, Brasilía, Indóncsía, Rússland, Kína, svo fáein séu nefnd. I þessu samhengi er þó veigamikill munur á nýfrjálshyggju og klassískri frjálshyggju, þar sem hin fyrrnefnda hefur tilhneigingu til að fella allt frelsi undir markaðsfrelsi. I orði kveðnu gengur þó hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar einnig út á að verja borgarlegt frelsi lýðræðis og stjórnmála. Um þetta sjá Naomi Klein, The Shock Doctrine. 'Ihe Rise of Disaster Capitalism, New York: Metropolitan Books 2007. Þótt hin áhugaverða kenning Klein feli í sér sterkari afstöðu til tengsla frjálshyggju Miltons Friedman við auðmagnshagsmuni og einræði en hér er haldið fram, staðfestir hún að einræði og kapítalismi geta lifað í góðri sambúð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.