Hugur - 01.01.2008, Side 158
156
Hjörleifur Finnsson og Davtð Kristinsson
að dylja eigin hraðsuðu, líkt og Einar Már gerir hér og víðar, á bak við meintan
„fáránleika“ þess sem um ræðir.34
Itarlegustu og málefnalegustu umfjöllun Einars Más fá ekki áhrifamestu boð-
berar frjálshyggjunnar á borð við Hayek og Friedman heldur franski Hayek-sinn-
inn Henri Lepage og rit hans A morgun, kapítalisminn (i978).3S Frá frönskum
sjónarhóli Einars Más var rit Lepage „fyrsta breiðsíða frjálshyggjunnar gegn vel-
ferðarþjóðfélaginu hér um slóðir" (183).36 Sagnfræðingurinn gagnrýnir „ævintýra-
sögu“ (167) Lepage sem kannast ekki við „neina kúgun eða arðrán" (166) heldur
hafi t.d. lénstíminn verið „kerfi ,trygginga og endurtrygginga', þar sem bændur
koma syngjandi með gróður jarðar til brosandi aðalsmanns til að launa honum
fyrir að halda uppi landvörnum, einhvers konar forboði frjálshyggjuþjóðfélagsins"
(167). Einar Már gagnrýnir hugtök Lepage:
[Ejkkert af þeim byggist [...] á sögulegum rökum einum, sem eru ekki
annað en göngustafúr sem frjálshyggjan getur verið án, því kjarni málsins
er annars staðar, í einhverjum hugmyndum sem frjálshyggjusinnar gera
sér um eðli mannsins og samskipti hans við aðra. [...] Grundvöllurinn er
sú alveg órökstudda kenning, sem myndi sjálfsagt vekja furðu flestra
sagnfræðinga, að maðurinn sé ævinlega eins, alltaf hinn sami, hvar og
hvenær sem er og hvernig sem aðstæðurnar séu. (169-170)
Höfundurinn gagnrýnir tröllatrú Lepage á að einkavæðing úthafsins myndi
vernda það frá ofveiði og umhverfisspjöllum; sömuleiðis þá trú að ríkisafskipti til
varnar skaðlegum aukaverkunum nýrra lyfja séu óþörf „því ,markaðurinn‘ sjái
sjálfur um að losa sig við gagnslaus lyf‘ (173).
En þótt gagnrýni Einars Más á þetta rit skeri sig úr þar sem hún nálgast það að
vera málefnaleg á köflum líður ekki á löngu þar til hann hrekkur aftur í ruglu-
dallagagnrýni. Þannig séu skrif Lepage þegar upp er staðið algjört bull: „Eg vil
minna á, þó þú trúir mér kannske ekki, María mín, að allt er þetta skrifað í fúlustu
alvöru.“ (172) Um Lepage er sömu sögu að segja og af öðrum hugsuðum af þessu
34 Um frjálshyggjuumfjöllun Einars Más skrifar Stefán Snævarr („Sæmi fróði skrifar bréf“):
„ekki virðist hann hafa kafað djúpt í speki hennar." Stefán segir Einar Má „jafn einhliða í
fordæmingu sinni á frjálshyggjunni og formgerðarstefnunni" og spyr: „Er ekkert hægt að læra
af gagnrýni frjálshyggjunnar á velferðarríkið?"
35 Geir Svansson („Fjallasýn í I'rans", Lssbók Morgunblaðsins ýjanúar 2008) er svipaðrar skoðunar:
„Fræðilegasti hluti Bréfsins, ef svo má segja, er gagnrýnin á frjálshyggjuna. [...] Gagnrýni
EMJ á frjálshyggjuna er ítarleg og áhugaverð, ekki síst greining hans á bók Henri Lepage“.
Athyglisverður er einnig samanburður Einars Más á „frjálshyggju nútímans og dólgamarxisma
sjötta áratugarins", þ.e. á „vísindalegri" frjálshyggju og „vísindalegum" marxisma (182).
36 Ut frá Parísarsjónarhorni Einars Más er skiljanlegt að franskur höfundur hafi orðið fýrir val-
inu. Þrátt fyrir að hann teljist ekki til stærstu boðbera frjálshyggjunnar er Lepage, sem átti
eftir að verða ráðgjafi Alains Madclin fjármálaráðherra Frakklands á árunum 1993-1995, ekki
óþekktur utan heimalands síns. Nokkuð var fjallað um hann á síðum Morgunblaðsins í kjölfar
útkomu ofangreind rits hans, t.d. haustið 1981 (24. sept., s. 14) í greininni „Er ,velferðarríldð‘ að
hrynja?“ sem greindi frá þingi Mont Pélerin-samtakanna í Stokkhólmi. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson greinir þar meðal annars frá fyrirlestri franska frjálshyggjusinnans: „Lepage var-
aði síðan við þeirri tilhneigingu til alræðis, sem falin væri í ,velferðarríkinu'“.