Hugur - 01.01.2008, Side 159
Sápukúlur tískunnar“
157
sauðahúsi: „frjálshyggjumenn, hverju nafni sem þeir nefnast, eru aldrei mjög langt
frá rugludallastiginu." (177) Aður hafði lesandinn verið upplýstur um að: „Sá sem
heimsækir stofu þeirra uppgötvar sér til nokkurrar undrunar, að hann er ekki
staddur í mannabústað heldur í draugahúsinu íTívolí“ (157).
Einar Már gagnrýnir kenningu frjálshyggjunnar ekki þar sem hún er sterkust
og áhugaverðust, en slík gagnrýni hefði hugsanlega getað varpað einhverju ljósi á
áhrifamátt hennar.37 Sem dæmi um frjálshyggju sem ber að taka alvarlega má
nefna kenningu Hayeks um dreifingu þekkingar og það hvernig frjáls verðmyndun
er forsenda þess að hún sé virkjuð. Þetta er fáguð kenning sem ekki verður and-
mælt með því að fullyrða að hún sé tómur vitleysisgangur. Þetta vanmat á hug-
myndafræði frjálshyggjunnar sem rugli gerir það óskiljanlegt hvers vegna hún
hefur haft áhrif. Sannleikurinn er sá að frjálshyggjan er snjöll hugmyndafræði sem
hefur sannfæringarmátt og orðræða hennar hefur talsverð áhrif á þróun samfé-
lagsins í samspili við aðra krafta þess. Áhugverðari væri gagnrýnin greining sem
leiddi í ljós hvers vegna hugmyndafræði frjálshyggjunnar er áhrifarík, hvaða hags-
muni hún stendur vörð um og hvaða hlutverki hún gegnir í þeim breytingarferlum
sem eiga sér stað. Ofmat og vanmat Einars Más á hugmyndafræði frjálshyggj-
unnar kemur í veg fyrir að Bréf til Maríu eigi svör við slíkum spurningum.
Það veikir umfjöllun Einars Más um „frjálshyggju“ að hann notar hugtakið án
nokkurs fyrirvara um ólík fyrirbæri.38 Hann getur þess að vísu að „frjálshyggjan
[sé] reyndar stöku sinnum kölluð ,nýfrjálshyggjan‘ og þó það heiti sé engilsaxneskt
að uppruna grunar mig að hérlendis hafi það þá verið skilið sem tilvísun í rísandi
tísku.“ (162) Hugtakið „nýfrjálshyggja", sem hefði getað aukið litrófið í greiningu
Einars Más, verður fyrir barðinu á kenningu hans um hverfulleika tískunnar, og
hann innleiðir ekkert annað hugtak í aðgreiningarskyni.39 Þannig gerir hann enga
tilraun til að greina hugmyndir Johns Stuarts Mill frá hugmyndum Friedrichs
Hayek eða hugmyndafræði kapítalisma Viktoríutímabilsins frá frjálshyggjunni
sem komst í blóma „á áttunda áratugnum í löndum Engilsaxa, en ekki fyrr en upp
úr 1990 í Frakklandi“ (199) og gagnrýnendur hennar nefna gjarnan „nýfrjáls-
hyggju“.4° Sjálfir hafa fulltrúar frjálshyggjunnar tilhneigingu til að líta svo á að
37 Sömuleiðis greinir hann ekki þá þætti orðræðu nýfrjálshyggjunnar sem, óháð fræðilegu gildi
hennar, sannfæra almenning.
38 Þorsteinn Gylfason („Er heimurinn enn að farast?", Timarit Máls og menningar 58.3 (1998),
s. 124-127, hér s. 118) hafði áður minnt á þetta: „Líberalismi - frjálshyggja - er ekkert eitt“. I
ritdómi sínum („Bréf til Einars Más“, Fre'ttablaðið 13. júlí 2007) segir Hannes Hólmsteinn
Gissurarson Einar Má safna „saman undir heitinu ,frjálshyggju‘ öllum hagstjórnarhugmyndum
vestrænna ríkisstjórna síðustu áratugi". Frammi fyrir bók Einars Más segist Atli Harðarson
(„Um Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson“) hafa reynt að átta sig „á hvort hann meinti
frjálshyggju af því tagi sem boðuð er á www.andriki.is eða hvort hann væri frekar að tala um
fjórfrelsið á Evrópska efnahagssvæðinu og alþjóðavæðingu. Við þessu finnast engin skýr svör
í textanum."
39 Einar Már minnist stuttlega á libertarianism sem hann þýðir „frjálsræðishyggja" (iy6) en þessi
aðgreining hefur lítið aðgreiningargildi í bókinni.
40 Sjá til dæmis Ivar Jónsson, „'lhatcherisminn og efnahagskreppan. Nýfrjálshyggja, auðvalds-
kreppan og hin nýja tækni“, Re'ttur 69.3-4 (1986); Hjörleifur Finnsson, „Af nýju lífvaldi. Líf-
tækni, nýfrjálshyggja og lífsiðfræði", Hugur 15 (2003), s. 174-196; Pierre Bourdieu, „Kjarni ný-
frjálshyggjunnar“, þýð. Björn Þorsteinsson, í Almenningsálitið er ekki til, s. 115-124.