Hugur - 01.01.2008, Page 162
160
Hjörleifur Finnsson og Davtð Kristinsson
Gú/ag-eyjak/asi Solsénítsíns steyptist yfir Frakka eins og opinberun árið
1975, eins og tíðindi um eitthvað alveg nýtt og áður óþekkt, og höfðu þó
allar helstu upplýsingar um þrælabúðir Stalíns þegar verið komnar fram
í kringum 1950 og studdar ítarlegum vitnisburði? Þetta stafaði af því að
árið 1950 var tískan ný af nálinni og menn því algerlega ófærir um að sjá
nokkur rök gegn henni, hversu augljós sem þau voru, en árið 1975 var
tískan búin að renna sitt skeið á enda, tími kúvendingarinnar kominn.
(ioí)
Sjálfsblekking marxista varðandi Sovétríkin er feikilega áhugavert fyrirbæri sem
hefur verið margrannsakað, eins og Einar Már bendir sjálfur á. En hvað hefur
þetta með tískutildur að gera? Hvers vegna vildi Sartre ekki gagnrýna þrælk-
unarbúðirnar opinberlega þótt hann hefði vitað af þeim í meira en áratug? Vegna
þess að hann var þræll tískunnar? I raun var ástæða þess að Sartre vildi ekki gagn-
rýna sovéska kommúnismann sú að hann áleit það vera vatn á myllu andstæðings-
ins, borgaralegra dagblaða sem styddu arðrán kapítalismans. Hins vegar voru
menntamanna-marxistar á borð við Claude Lefort og Cornelius Castoriadis
snemma mun gagnrýnni í garð stalínismans en Sartre.47 Trúfesta Sartres verður
ekki skýrð með tískutildri sem sé í grunninn sama eðlis og nafnatískan sem krafð-
ist þess að drengir væru skírðir Marc frekar en Marcel.48 Franski kommúnista-
flokkurinn naut ekki aðeins stuðnings menntamanna-marxista heldur var hann
stærsti flokkurinn á eftirstríðsárunum, hann hlaut yfir fjórðung atkvæða í kosn-
ingunum haustið 1945 og taldi sig hafa tæplega milljón meðlimi tveimur árum
síðar. Þessa hylli hans má meðal annar skýra með dyggri framgöngu flokksmanna
í andspyrnuhreyfingunni og vonbrigðum og sektarkennd Frakka vegna samvinnu
borgarastéttarinnar við nasista undir Vichy-stjórninni sem ýtti undir þá tilhneig-
ingu að horfa til austurs. En allt hefiir þetta lítið með tísku að gera.
Tískufræðilegar greiningar Einars Más á rétttrúnaðarmarxisma og öðrum and-
ans kenningum verða að teljast yfirborðslegar í samanburði við þá fræðimenn sem
hafa, eins og getið er í Bréfi til Maríu, borið þennan rétttrúnað saman við átök
innan kirkjunnar. Eitt af mörgu sem hverfur nánast alfarið í þeirri tilhneigingu
Einars Más að gera ólíkar hugmyndastefnur að sápuóperum er valdabaráttan sem
einkennir slík hugmyndafræðileg átök. I framhjáhlaupi viðurkennir höfundurinn
að ein þessara hugmyndastefna var í reynd annað og meira en það löður sem þær
verða í endursögn hans:
Því má ekki gleyma að menn vildu á sínum tíma afgreiða existentíalism-
ann með því að hann væri ekki annað en „frönsk tískustefna" og því að
engu hafandi. En þessar mótbárur eru rangar. Existentíalisminn var
merkileg stefna í heimspeki og bókmenntum út af fyrir sig, og svo var
47 Sjá til dæmis Raf Geenens, „,When I Was Young and Politically Engaged ...‘ Lefort on the
Problem of Political Commitment“, Thesis Eteven 87 (nóv. 2006), s. 19-32.
48 Einar Már leggur fræðitískur ekki alfarið að jöfnu við nafnatískur. Þær fyrrnefndu eru „mun
víðtækari tískufyrirbæri“ (84) en í grunninn virðast þær þó svipaðar.