Hugur - 01.01.2008, Side 171
„Sápukúlur tískunnar
169
Tískugreining Einars Más, sem gerir meintar tískuhreyfingar og tískukónga að
innantómum sápukúlum, reynist þegar upp er staðið hafa lítið skýringargildi. Hún
afhjúpar fyrst og fremst vanþekkingu Einars Más á frönskum (póst)strúktúral-
istum. Og þar sem tískugreiningin er auk þess liður í söguskýringu höfimdar á því
hvernig tvær sápukúlur að nafni menntamanna-marxismi og formgerðarhyggja
springa og valda tóminu sem býður nýfrjálshyggjunni heim er söguskýringin í
heild sinni ekki sannfærandi. Engu að síður hefur Bréf til Maríu aðaUega fengið
jákvæðar viðtökur. I ljósi þess skulum við velta fyrir okkur hvernig á því standi.
Viðtökur
Þýskur félagsfræðingur hefur fært rök fyrir því að „við lok 18. aldar sé ekki hægt
að greina framleiðsluhætti bókmennta með afgerandi hætti frá framleiðslu vís-
indarita."7' Hann áh'tur franska vísindamanninn og rithöfundinn Comte de Buffon
- sem skrifaði margra binda metsöluverk um náttúrufræði eða svokallaða náttúru-
sögu (Histoire Naturelle, 1749-1788), síðasta fræðimanninn sem gat grundvaUað
vísindalegan orðstír sinn á því hvað hann var mikill stílisti: „það lofiiðu ekki allir
það sem hann sagði, en nánast allir voru dolfallnir yfir því hvernig hann sagði það.“
Buffon hafi ennfremur verið fyrsti fræðimaðurinn sem féll í áliti sökum þess að
þegar á leið þótti hann of mikill rithöfundur, ekki nógu fræðilegur. Framan af nutu
bækur hans virðingar vísindasamfélagsins en undir lok aldarinnar var farið að vísa
þeim frá sem „vísindaskáldsögum" og almennt tóku fræðirit í auknum mæli að
fjarlægjast skáldsöguna hvað framsetningu varðar.71
Þegar gluggað er í ritdómana um Bréf til Maríu verður manni hugsað til Buff-
ons. Það prísa ekki allir það sem Einar Már segir en nánast allir það hvernig hann
segir það. Hvað fyrra atriðið varðar má í grófum dráttum flokka ritdómana í
tvennt: annars vegar dóma fræðimanna sem mæla verkið fyrst og fremst út frá
akademískum mælikvörðum og hins vegar dóma frá menntamönnum menningar-
geirans sem hafa slitið sig að mestu frá fræðasamfélaginu, starfa til dæmis við
menningarfjölmiðlun eða bókaútgáfu og beita því öðrum mælikvörðum en há-
skólasamfélagið. Til síðarnefnda hópsins má telja Kristján B. Jónasson, bók-
menntafræðing og formann Félags íslenskra bókaútgefenda, sem virðist harma
það að háskólasamfélagið hafi lokað dyrunum fýrir mönnum á borð við Buffon:
Þrátt fyrir margfeldismögnun í framleiðslu menntafólks og stóreflingu í
útgáfu á ritum á íslensku á flestum fræðasviðum hefur að sama skapi ekki
um margra áratuga skeið búið í París, sem gerir það að verkum að hann horíir yfir sviðið af
stærri hól en flestir aðrir. [...] miðja heimsins er París og hann er þar staddur í enn þrengri
brennipunkti [...]. Rit hans er hrópandi skörp lýsing um sveitamennsku og fáfræði okkar
sem heima sitja." Þröstur Helgason (Lesbúk Morgunb/aðsins 21. mars 2007) virðist svipaðrar
skoðunar: „hann hatast við formgerðarhyggju og [...] hann hefur alveg efni á því: Hann sat
fyrirlestra helstu páfa póststrúktúralismans á 7. áratugnum svo sem Foucaults."
71 Wolf Lepenies, Die drei Kulturen. Sozio/ogie zwischen Literatur und Wissenschaft, Frankfurt
a.M.: Fischer 2002 [1985], s. II.
Sama rit, s. III-IV.
72