Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 183
Réttlát verðskuldun
181
röngu vali og að með skírskotun til þessa
megi meta hvort fólk eigi tilkall til verð-
skuldunar. Með öðrum orðum er ekki
nauðsynlegt að halda því fram að til þurfi
að koma einhvers konar ábyrgð, siðferðileg
eða byggð á orsakasambandi, á þeim til-
teknu afleiðingum sem verðskuldunar-
kröfur eru gerðar til. Þessi skilningur
skýrir þó ekki hvers vegna okkur hættir
til að segja um þá sem eiga um sárt að
binda eða eru heimilislausir að þeir eigi
skilið aðstoð án þess að vísa til nokkurrar
siðferðilegrar ábyrgðar eða réttinda. I
raun er réttinda stundum leitað af þeirri
ástæðu að tiltekin manneskja eða tegund
fólks eru álitin verðskulda aðstoð.
Kristján leggur til að litið sé á verð-
skuldunartilfinningar - tilfinningar sem
fela í sér þá sannfæringu að tilteknar að-
stæður skipti máli þegar verðskuldun er
annars vegar, ásamt þrá eftir því að „menn
hljóti það sem þeir verðskulda" - sem
hlutmengi þess sem Peter Strawson
kallaði „afturvirk viðhorf* (e. reactive
attitudes). Þessi viðhorf geta m.a. verið
þakklæti, vanþóknun, íyrirgefning, ást og
sektarkennd; og telur Kristján að slík
viðhorf gefi siðferðilega ábyrgð í skyn.
Þau afturvirku viðhorf sem teljast verð-
skuldunartilfinningar varpa ljósi á tengsl-
in milli ákvörðunar um verðskuldun og
grundvallar hennar. I þessu ljósi virðist
réttlætisdygðin vera innblásin af nokkr-
um grunntilfinningum sem geta þá ýmist
verið af meiði samúðar, svo sem sam-
kennd, eða af toga andúðar, til dæmis
öfund. Viðeigandi eða hæfileg upplifim
verðskuldunartilfinninga á borð við rétt-
láta vandlætingu (vanlíðan yfir óverð-
skuldaðri farsæld annarra) og réttláta
vandlætingu sem nær uppfýllingu sinni
(vellíðan yfir verðskulduðum hrakforum
annarra) er sambærileg við aðrar verð-
skuldunartilfmningar á borð við sam-
kennd (vanlíðan yfir óverðskulduðum
þjáningum annarra), þar sem slíkar
tilfinningar renna stoðum undir réttlæti
sem persónulega dygð — dygð sem er í
raun nauðsynleg forsenda allsherjar
réttlætis í samfélaginu.
Því miður lætur Kristján undir höfuð
leggjast að gera grein fýrir því sem hann
nefnir „neikvæðar verðskuldunartilfinn-
ingar" (t.d. vanlíðan sem hlýst af verð-
skuldaðri farsæld vegna þess að hún er
verðskulduð eða veUíðan yfir óverðskuld-
aðri farsæld vegna þess að hún er óverð-
skulduð). Hann fjallar þó um tilfinningar
sem bornar eru í brjósti án tillits til
verðskuldunar, en um neikvæðar verð-
skuldunartilfmningar lætur hann sér
nægja að segja, án tilvísunar til annarra
höfunda, að „sérlega ógeðfelldar" tilfinn-
ingar sem þessar séu „sjaldgæfar" (88).
Þessi skoðun virðist yfxrmáta bjartsýn
þegar höfð er í huga andstyggð og eðli
þeirra tilfinninga og viðhorfa sem felast í
höfixðsyndunum sjö. I ljósi umfjöllunar-
efnis bókarinnar hefði vissulega mátt
búast við frekari umfjöllun um neikvæðar
verðskuldunartilfinningar, einkum og sér
í lagi í ljósi þeirrar skoðunar Kristjáns að
ekki séu til neinar „neikvæðar tilfinn-
ingar“ (raunar kann sú hugmynd að gefa
tilefni til að ætla að ef til vill séu ekki til
neinar „jákvæðar tilfinningar" heldur).
I yfirliti sínu um rannsóknir á uppruna
verðskuldunartilfinninga kemst Kristján
að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir skort á
hugtakalegri nákvæmni f stórum hluta
þessara rannsókna sýna þær svo ekki verði
um villst að í lífi okkar hugum við að
verðskuldun á undan réttlæti. Af þessu
leiðir siðferðileg réttlæting verðskuldun-
artilfinninga í anda nytjastefnu og nátt-
úruhyggju sem telja þær ekki aðeins
ómissandi við raunverulegar aðstæður og
í siðferðilegri breytni heldur að þær skapi
í raun vellíðan í siðferðilegu tilliti. Sam-
kvæmt Kristjáni taldi John Stuart Mill að
verðskuldun væri einn þeirra nauðsynlegu
þátta sem ljá nytsemi eða vellíðan gildi.
Vellíðan er þannig skynsamlegur mæli-
kvarði til að skera úr um það hvort hið
réttláta sé siðferðilega rétt eða rangt, en
jafnframt um það hvenær verðskuldun
skuli hafa yfirhöndina gagnvart réttind-
um og öfugt. Þegar ákveðnum þröskuldi
óverðskuldaðrar útkomu er náð „mun
verðskuldun hafa betur gagnvart öðrum