Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 31
Rekstrarhagnaður sjóðsins nam rúmum 25 millj. kr. en innborguð árgjöld voru rúmlega
24 millj. kr. Heildareignir í árslok námu tæpum 86 millj. kr.
Skýrsla Fjölskyldu- og styrktarsjóðs KTFÍ 2009
Stjórn sjóðsins er skipuð þeim Samúel Smára Hreggviðssyni formanni, Óla Jóni Hertervig
og Bjarna Bentssyni. Stjóm Fjölskyldu- og styrktarsjóðs hélt sex fundi á s.l. ári og út-
hlutaði 62 styrkjum til félagsmanna að upphæð um 4,7 millj. kr. Um er að ræða aukningu
frá fyrra ári þegar úthlutað var 55 styrkjum að upphæð 2,7 millj. kr.
Styrkveitingar skiptust þannig:
Dagpeningar: 10 styrkir að upphæð 1.700 þús. kr.
Líkami og sál: 20 styrkir að upphæð 768 þús. kr.
Laseraðgerðir og gleraugu: 19 styrkir að upphæð 1.229 þús. kr.
Tannviðgerðir: 11 styrkir að upphæð 854 þús. kr.
Heyrnartæki: 2 styrkir að upphæð 100 þús. kr.
Rekstrarhagnaður sjóðsins nam 9,5 millj. kr. en innborguð árgjöld voru tæplega 9,3 millj.
kr. Eigið fé var í árslok tæplega 56 millj. kr.
Skýrsla Vísinda- og starfsmenntunarsjóðs KTFÍ 2009
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður KTFÍ á byggir á samkomulagi Kjarafélagsins við fjár-
þjálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg frá 1989. Sjóðfélagar eru starfsmenn rík-
Jsins, Reykjavíkurborgar og þeirra sveitarfélaga sem hafa samning við KTFÍ, auk starfs-
manna annarra vinnuveitenda sem hafa gerst aðilar að sjóðnum og eiga rétt á styrkjum
úr sjóðnum, samtals um 247 félagsmenn. Breytingar urðu á greiðslum til sjóðsins á síð-
asta samningstímabili og hafa þær kallað á breytingar á uppbyggingu og reglum sjóðsins
sem unnið er að og verða þær kynntar fljótlega.
Bkipting umsókna á milli efnisflokka árið 2009 er nú 25 umsóknir til náms, námskeiða og
ráðstefnuferða. 21 umsókn var vegna Rýnisferðar og 25 umsóknir hafa verið til kaupa á
tölvubúnaði, samtals 71 umsókn.
Reglur sjóðsins hafa lengi verið óbreyttar, hámarkstyrkur er nú kr. 300.000 en þau réttindi
jrást eftir þriggja ára sjóðsaðild, réttindi vinnast síðan upp aftur eftir úthlutun, um
Lr. 100.000 á ári. Sú breyting hefur þó verið gerð vegna lægra iðgjaldahlutfalls ríkisstarfs-
wanna að ávinnsluréttur þeirra til endurnýjunar réttinda lengist. Styrkir til tölvukaupa
geta mest orðið kr. 150.000 eða 75% af reikningsupphæð tölvubúnaðar.
Stjóm sjóðsins er nú skipuð eftirtöldum tveimur fulltrúum KTFÍ og tveimur fulltrúum
vinnuveitenda; Haraldur Sigursteinsson formaður, KTFÍ, Óli Jón Hertervig ritari, KTFÍ,
Angantýr Einarsson, f.h. fjármálaráðherra, ogÁrni R. Stefánsson, f.h. Reykjavíkurborgar.
Skýrsla Orlofssjóðs KTFÍ 2009
' fiildi er samningur milli KTFÍ og OBHM um að félagsmenn KTFÍ geti greitt í OBHM.
Oreiðslur vegna félagsmanna sem vinna hjá ríki eða borg, nokkmm sveitarfélögum og
'vnrtækjum í eigu ríkis eða borgar fara beint til OBHM. Aðrir aðilar greiða í Orlofssjóð
RTFI sem stendur svo skil á greiðslum til OBHM. Þessar greiðslur voru á árinu 2009 fyrir
147 félagsmenn og komu frá 80 fyrirtækjum.
2 9
Félagsmál VFl/TFl