Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 281
Tígulgatnamót hafa ýmsa kosti en gerð þeirra er einföld og akstursleiðir skýrar. Helsti
galli þeirra í þessu tilviki var að umferð af Arnamesvegi að vestan til Reykjavíkur yrði
leidd um tvenn gatnamót og auk þess eina vinstri beygju. Klemmd tígulgatnamót þykja
oft víðáttumikil og akstursleiðir þar óskýrar. Báðar þessar gatnamótagerðir eru með
umferðarljósum sem valda því að umferðarflæði verður ójafnt og óþarfa truflanir verða
á umferð utan annatíma.
Gerð mislægra hringtorga hefur farið vaxandi í mörgum löndum Evrópu sl. tvo ára-
tugina og þykja víða hentug. Fyrsta tillaga að slíkri lausn hér á landi kom líklega fram
þegar starfsmenn Verkís kynntu tillögu að slíkum gatnamótum við gerð frumdraga að
hönnun mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu í Hafnarfirði árið
1999. Framkvæmdum við mislæg gatnamót þar hefur þó verið frestað. Þegar kom að
hönnun mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar við Arnarnesveg var mislægt hringtorg
því ofarlega í hugum margra sem þar komu að verki.
Umferðartækni
Við upphaf hönnunarvinnu, árið 2002, var umferð um gatnamótin um 28 þúsund bílar á
sólarhring. Umferðarspár gerðu ráð fyrir að umferð myndi aukast í 56 þúsund bíla árið
2012 og í um 76 þúsund bíla árið 2024 og því tæplega þrefaldast á rúmlega tuttugu árum.
Umferð um Reykjanesbraut var þá áætluð 55 þúsund bílar norðan gatnamótanna og
65 þúsund bílar sunnan gatnamótanna. Umferð um Arnarnesveg var áætluð 16-17 þús-
und bílar á sólarhring sitt hvorum megin gatnamótanna.
Afkastageta mislæga hringtorgsins var reiknuð eftir hefðbundnum aðferðum og reyndist
umferðarflæði í hringtorginu mjög jafnt. Afkastagetan var einnig metin með þýska herm-
unarforritinu VISSIM en það forrit tekur m.a. á mismunandi hröðun bifreiða, biðskyldu
og hraðalækkandi beygjum svo dæmi sé tekið og fer mjög nærri um raunverulega
umferðarhegðun.
Nokkru áður en kom að byggingu mislægu gatnamótanna, árið 2007, breyttust skipu-
lagsáætlanir í Kópavogi mikið með stórhuga áformum um aukna uppbyggingu atvinnu-
húsnæðis á hesthúsasvæðinu við Glaðheima og víðar í nágrenninu. Við það jókst áætluð
umferð um gatnamótin í 91 þúsund bíla á sólahring og það jafnvel fyrir árið 2024. Til að
anna þeirri miklu aukningu umferðar um gatnamótin var ákveðið eftir umferðarreikn-
inga að taka frá landrými svo gera mætti framhjáhlaup af Arnarnesvegi inn á rampa
framhjá hringtorgi síðar til að auka umferðarflæði á annatíma. Hvort og hvenær koma
muni til þessara áforma er óvíst en mikil breyting hefur orðið á þróun umferðar frá 2007
og í stað mikillar aukningar umferðar eins og skipulagsáætlanir gerðu ráð fyrir hefur
frekar dregið úr henni. Umferð um gatnamótin og hringtorgið er frekar róleg eins og
aðstæður eru í dag en mun aukast nokkuð þegar Arnarnesvegur verður tengdur áfram
til austurs að Breiðholtsbraut, sem stefnt er að verði innan skamms tíma.
Brýrnar
Innri hringur hringtorgsins er 80 m í þvermál, breidd akbrautar er 2x4,5 m auk 0,5 m
öryggissvæðis utan með akbrautum þannig að 10,0 m eru milli kantsteina í hringtorginu.
Hringtorgið, yfir Reykjanesbraut, er gert úr tveimur 50 m löngum brúm en aðrir hlutar
þess eru á fyllingu. Brýrnar eru úr steinsteypu, eftirspenntar í tveimur 25 m höfum.
Notuð var C40 steypa í brúarplötur, en C35 steypa í aðra hluta brúarmannvirkja og
stoðveggi. Brúarplötur eru 0,9 m þykkar, þar sem þær eru þykkastar. Brýrnar eru án
þensluskila og ná brúarplötur yfir endaveggi sem einnig eru hluti stoðveggja. Á enda-
veggjum sitja brýrnar á gúmmílegum. Brúnum er haldið í bæði í lang- og þverstefnu á
öðru landfesti, en í þverstefnu á hinu. Festingarnar eru þannig útfærðar að brúarendar
geta snúist í þeim í plani brúa en þannig eru þvingunarspennur vegna formbreytinga og
Tækni- og vísindagreinar i 279