Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 92
Samneysla og fjárfesting hins opinbera sem hlutfall afVLF.
Heimild:Hagstofa Islands..
Séu hagræn útgjöld hins opinbera skoðuð
sést að samneysluútgjöldin, þ.e. launaút-
gjöld og kaup á vöru og þjónustu að sölu á
vöru og þjónustu frádreginni, námu um
397 milljörðum króna árið 2009, eða sem
svarar 26,5% af landsframleiðslu. Þau
hækkuðu um 29,6 milljarða króna milli ára
og sem hlutfall af landsframleiðsiu uffl
1,6 prósentustig, en lækkuðu hins vegar uffl
1,7% að magni til. Launaútgjöldin námu
224 milljörðum króna, kaup á vöru og
þjónustu 187,5 milljörðum króna og af-
skriftir 32 milljörðum króna. Til frádráttar er
sala á vöru og þjónustu að fjárhæð 46,5 millj-
arðar króna.
Verulegur samdráttur var í fjárfestingarútgjöldum hins opinbera árið 2009, en þau námu
52,6 milljörðum króna eða 3,5% af landsframleiðslu og lækkuðu um lSVi milljarð króna
milli ára. Fjárfesting sveitarfélaganna dróst saman um 14 milljarða á árinu á sama tíma
og fjárfesting ríkissjóðs jókst um Vr milljarð króna.
Tilfærsluútgjöld hins opinbera, þ.e. framleiðslustyrkir, fjárframlög, félagslegar tilfærslur
til heimila og aðrar tilfærslur, voru um 201 milljarður króna árið 2009, eða 13,4% af lands-
framleiðslu. Lækkuðu þau um 150 milljarða króna milli ára, en að skuldayfirtöku
ríkissjóðs árið 2008 undanskilinni varð ríflega 42 milljarða króna hækkun eða 2,8% í hlut-
falli við landsframleiðslu. Félagslegar tilfærslur til heimilanna, sem námu um 122 millj-
örðum króna árið 2009, hækkuðu um 32 milljarða króna milli ára, eða um 2,1% af lands-
framleiðslu.
Vaxtaútgjöld hins opinbera hafa vaxið umtalsvert síðustu þrjú árin en þau námu
98,6 milljörðum króna árið 2009, 49,5 milljörðum 2008 og 33,9 milljörðum króna 2007.
Mikil skuldsetning hins opinbera skýrir þessa þróun. Sem hlutfall af landsframleiðslu
námu vaxtagjöld hins opinbera 6,6% árið 2009 og sem hlutfall af tekjum 16%.
12,0
11,0
10,0
Útgjöldum hins opinbera má einnig skipta í málaflokka eins og stjórnsýslu, löggæslu,
atvinnumál, heilbrigðismál, fræðslumál, almannatryggingar, velferðarmál o.s.frv.
Almannatryggingar og velferðarmál eru fjárfrekasti málaflokkur hins opinbera en
útgjöld til hans voru 11,3% af landsframleiðslu 2009, eða 169 milljarðar króna, og hafa
vaxið verulega á árinu 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eins og sést á mynd hér að
neðan. Til fræðslumála hins opinbera runnu um 128 milljarðar króna 2009 eða 8,5%
af landsframleiðslu og hækkuðu útgjöldin
----N um 0,2% af landsframleiðslu milli ára. Til
heilbrigðismála hins opinbera runnu uffl
125 milljarðar króna 2009 eða 8,3% af lands-
framleiðslu, sem er 0,4 prósentustigum
hærra en árið áður. Fjallað er sérstaklega uffl
þróun útgjalda til heilbrigðis-, fræðslu- og
velferðarmála í sérstökum köflum hér á eftir,
en til þessara málaflokka runnu um 422 millj'
arðar króna eða 55,3% útgjalda hins opin-
bera eða 28,1% af landsframleiðslu.
Kostnaður hins opinbera við stjórnsýslu og
almenn málefni var 152,7 milljarðar króna
2009, eða 10,2% af landsframleiðslu. Útgjöld
til þessa málaflokks hækkaði um 56,6 millj'
arða króna milli ára eða um 58,9% og munar
i i I
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
■ Almannatryggingar- og velferðarmál
■ Efnahags- og atvinnumál
/
Útgjöld helstu málaflokka hins opinbera sem hlutfall af VLF.. Heimild:Hagstofa íslands..
9 0
Arbók VFl/TFl 2010