Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 37
Ferð í Hof menningarhús: Til að fylgja eftir fyrri heimsókn var þann 10. mars farin stutt
skoðunarferð um Hof í fylgd Magnúsar Garðarssonar frá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Lokaorð: Það starfsár sem hér hefur verið gerð grein fyrir hefur verið frekar rólegt hvað
félagsstarfið varðar. Samvinna innan stjórna hefur verið til fyrirmyndar og samstarf
félaganna með miklum ágætum. Stjórnirnar vilja þakka félögum ágætt samstarf á starfs-
árinu og vænta enn frekari þátttöku félaga á því starfsári sem framundan er.
Kristinn Magnússon, formaður NVFÍ
Stefán Steindórsson, formaður NTFÍ
Faghópur um hljóðhönnun
Stjórn faghópsins skipa Steindór Guðmundsson formaður, Sigurður Karlsson og
Bergþóra Kristinsdóttir meðstjórnendur.
Félag um hljóðhönnun (eða hljóðtækni eða hljóðverkfræði) var stofnað haustið 2006 sem
faghópur irtnan vébanda VFÍ og TFÍ. í ágúst 2008 stóð félagið fyrir alþjóðlegri hljóðhönn-
unarráðstefnu á íslandi B-NAM 2008. Þetta er norræn ráðstefna, sem haldin er annað
hvert ár til skiptis af norrænu fagfélögunum um hljóðhönnun og Eystrasaltslöndin hafa
einnig átt aðild að henni síðastliðinn áratug. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi ráðstefna
hefur verið haldin á íslandi.
Faghópurinn virkar út á við sem sérstakt félag og er aðili að evrópskum samtökum
hljóðtæknifélaga EAA (European Acoustics Association) og samsvarandi norrænum
samtökum líka NAA (Nordic Acoustics Association). B-NAM ráðstefnan er haldin í
þeirra nafni annaðhvert ár og var haldinn í Bergen vorið 2010. Formaður faghópsins sótti
aðalfundi beggja þessara samtaka, sem haldnir voru í Edinborg í október 2009, á sama
tíma og ráðstefnan Euronoise 2009.
A starfsárinu hefur vinnuhópur á vegum faghópsins unnið að gerð nýs staðals, í sam-
vinnu við Byggingastaðlaráð, og hafa fundir verið haldnir nánast einu sinni í viku í um
það bil eitt ár. I byrjun mars 2010 var lokið við vinnuskjal, sem ætlunin er að kynna og
senda til umsagnar áður en lengra verður haldið. Staðallinn er útvíkkun á staðlinum ÍST
45 frá 2003: „Hljóðvist - Flokkun íbúðarhúsnæðis", en hann var á ensku og fjallaði
e|ngöngu um íbúðarhúsnæði. Nýi staðallinn er á íslensku og fjallar um íbúðarhúsnæði en
einnig um húsnæði fyrir leikskóla, skóla, sjúkrahús, heilsugæslu, liótel, skrifstofur o.fl.
Faghópurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á hljóðhönnun og hljóðvist innanhúss
°g utanhúss. Þeim sem hafa áhuga á að starfa með félaginu er bent á að skrá sig hjá skrif-
stofu VFI/TFI/SV og koma netfangi sínu á póstlista faghópsins. Meðlimir í hópnum eru
nú um 45 talsins.
Steindór Guðmundsson formaður
íslandsnefnd FEANI
Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands eru aðilar að FEANI, Evrópu-
samtökum verkfræðingafélaga og tæknifræðingafélaga. í hverju aðildarlandi starfa
landsnefndir og standa VFÍ og TFÍ sameiginlega að íslandsnefnd FEANI. Félögin skiptast
á um að hafa formennsku í nefndinni á tveggja ára fresti og hefur fulltrúi VFÍ, Steindór
Guðmundsson, gegnt formennsku í nefndinni síðastliðið starfsár. Nefndarmenn á starfs-
arinu voru Jóhannes Benediktsson, Eiríkur Þorbjörnsson og Páll Á. Jónsson fyrir TFÍ og
Steindór Guðmundsson, Guðleifur M. Kristmundsson og Sigurður Brynjólfsson fyrir
VFI. Jón Vilhjálmsson situr auk þess í nefndinni sem formaður Eftirlitsnefndar FEANI á
fslandi.
3 5
Félagsmál VF(/TFi