Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 298
í byggingunni er líklega eitt umfangsmesta lýsingarstjórnkerfi hérlendis. Lýsingar-
stjórnkerfið nær til allrar byggingarinnar. Sérhver kennslustofa, verkefnissalur og fyrir-
lestrarsalur hefur forritað ljósastýri kerfi, sem getur stýrt hinum ýmsu kerfum í kennslu-
stofunum. Þar má nefna lýsingarkerfi, gluggatjaldakerfi og gluggakerfi og vinnur það
með hljóðkerfi, sýningartjaldi og sýningarvél. Síðan hefur miðlægur ljósnemi, sem er
staðsettur á þaki háskólans, áhrif á stýringu á gluggatjöldum og ljósmagni í áður-
greindum sölum, sem og í allri byggingunni. Ljósastýrikerfið er forritað fyrir hvern
kennslusal þannig að stjórnandi hefur val um nokkrar uppsetningar m.t.t. kennslu-
aðferðar viðkomandi.
í háskólanum var valið stjórnkerfi sem heitir Litenet frá fyrirtækinu Zumtobel í
Austurríki. Kostir þess eru að allt kerfið er frá einum framleiðanda, sem ber ábyrgð á
öllum íhlutum sem er gríðarlega þýðingarmikið fyrir verkefni af þessari stærðargráðu.
Með þessu kerfi er allt viðhald mjög auðvelt þar sem nákvæmar upplýsingar um alla
lampa og íhluti eru aðgengilegar í upplýsinganeti kerfisins.
Lítil birta getur haft mikil áhrif á heilsu manna, þá sérstaklega á vellíðan og afkastagetu.
Flest vinnum við innandyra þar sem ljósstyrkurinn er 40-200 sinnum lægri en utandyra.
Vel þekkt dæmi um áhrif ónógrar birtu er að fólk þjáist af vetrarþunglyndi, sérstaklega
norðarlega í heiminum þar sem ónóg birtuskilyrði við vinnu eru afar algeng
(A.Tsangrassoulis, 2006). Lýsing getur haft jákvæð áhrif á vellíðan, heilsu og svefn. En
ítrekað hefur verið sýnt fram á með nýlegum líffræðilegum rannsóknum að ljós sem berst
auganu hefur einnig mikilvæg líffræðileg áhrif á líkamann (Bommel, 2006).
Það er hægt að bæta gæði lýsingarhönnunar með því að hafa mannlega þáttinn í önd-
vegi. Við hönnun háskólans var m.a. leitast við að hafa alltaf nægilega birtu og þar með
að hafa vellíðan nemenda og kennara í fyrirrúmi. í byggingunni eru nokkrir innigarðar
sem veita útibirtu á starfssvæði þegar hennar nýtur við. Oll lýsing á starfssvæðum er með
flúrperum sem hafa litarhitastig 4000°K og litaendurgjöf Ra+80. Nýtni flúrpera er með
því besta sem þekkist og voru þær meðal annars valdar til að ná fram þeim orkusparnaði
sem sóst var eftir. Með því að hafa litarhitastig flúrperurmar 4000°K í stað 3000°K, eins og
algengt er, er leitast við að draga úr melatón (svefnhormón) framleiðslu hjá nemendum-
í háskólanum er notast við dagsbirtustýringu en rannsóknir sýna að dagsbirta hefur
gríðarleg áhrif á heilsu, vellíðan og snerpu manna. Ein slík rannsókn sýndi fram á að
stress og kvartanir aukast mikið ef starfsmenn hafa ekki nægilegan aðgang að dagsbirtu
(Bommel, 2006). Auk þess sem heilmikill orkusparnaður næst með því að nota dags-
ljósastýringu, þar sem ljósunum er stýrt eftir dagsbirtunni, þ.e. þau eru aðeins kveikt eða
dimmuð til að ná fram settum gildum ef ónæg dagsbirta er fyrir hendi.
Þegar lýsingarstjórnkerfið fyrir háskólann var hannað voru þessir mannlegu þættir
hafðir í huga auk orkusparnaðar. Kerfið frá Zumtobel var svo valið þar sem það býður
upp á heildarlausnir á þeim markmiðum sem sóst var eftir að ná. Allt kerfið kemur frá
sama framleiðanda, sem eru þekktur fyrir vandaðar lausnir sem virka vel fyrir verkefm
af þessu tagi og af þessari stærðargráðu.
Almennt um lýsingarstjórnkerfi
Lýsingarstjórnkerfi Háskólans í Reykjavík er að stofni til hefðbundið DALI-lýsingar-
stjórnkerfi (e.Digital Addressable Lighting Interface). Slík kerfi samanstanda af miðlægri
stjórneiningu, sem er í þessu tilfelli „Netlink"-stjórneining, sem nánar verður vikið að hér
á eftir. Allir lampar eru frá Zumtobel, með DALI-straumfestu frá Tridonic og perum frá
Osram. DALI-straumfesturnar frá Tridonic eru DOD (e.Dimming On Demand). Með
DOD er átt við að aðeins er greitt í upphafi fyrir grunneiginleika straumfestunnar. Ef
lampinn á að vera dimmanlegur og/eða neyðarljós er opnað á þá virkni lampans i
Litenet-ljósastýrikerfinu gegn greiðslu. Einungis er greitt fyrir þá eiginleika straumfest-
unnar sem eru notaðir.
2 9 6
Arbók VFl/TFl 2010