Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 204
• Stoðþjónusta: Umtalsverð samlegðaráhrif eru á sviði stoðþjónustu enda helstu
verkefnin hliðstæð, svo sem á sviði starfsmannamála, skjalavörslu, fjármála, inn-
kaupa og rekstrar, sölu og dreifingu gagna, vefs, afgreiðslu, símsvörunar og hús-
næðismála.
• Öryggismál: Starfsemi Fasteignaskrár íslands hefur hlotið vottun bresku staðla-
stofnunarinnar (BSI) skv. ÍST/ISO 27001 staðli um öryggi upplýsinga. Þjóðskra
hefur mótað öryggisstefnu í anda þessa staðals en ekki innleitt hann. Gögn sem
þjóðskrá byggist á eru grunngögn um íbúa landsins og væri mikill ávinningur ef
starfsemi Þjóðskrár félli undir framangreinda öryggisvottun.
• Miðlun og sala upplýsinga: Báðir skráarhaldarar hafa af því tekjur að selja upþ'
lýsingar úr skránum. Við sameiningu skapast möguleikar til að styrkja þjónustu-
og söluþáttinn enn frekar t.d. með því að búa til nýjar „vörur".
Ragna Ámadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra tilkynnti á starfsmannafundurn
Þjóðskrár og Fasteignaskrár íslands 19. janúar 2010 að hún hefði ákveðið að sameina
starfsemina eigi síðar en um næstu áramót á eftir, en fyrr sama dag hafði hún kynnt ríkis-
stjórninni þessa ákvörðun. í kjölfar þess setti ráðherrann á fót stýrihóp sem skipaður var
fulltrúum ráðuneytisins, Þjóðskrár og Fasteignaskrár íslands sem var falið að stýra og
hafa yfirumsjón með framkvæmd breytinga á húsnæði og undirbúa frumvarp til laga um
sameininguna.
í frumvarpinu var áhersla lögð á að réttindi og kjör starfsmanna héldust óbreytt. Ekki
þurfti að koma til þess að leggja þyrfti niður nokkurt starf, en örfáir starfsmenn sem nálg'
uðust starfslokaaldur kusu að láta af störfum við þessi tímamót. Þá kom fram í umsögF
fjármálaráðuneytisins með frumvarpinu að gert væri ráð fyrir talsverðri hagræðingu 1
rekstri vegna sameiningarinnar. Áætlað var að ráðist yrði í framþróun í starfseminni, svo
sem innleiðingu öryggisvottunar Þjóðskrár, yfirfærslu pappírsgagna Þjóðskrár í stafrænt
form og hönnunar- og forritunarvinnu við að gera kerfi Þjóðskrár og Fasteignaskrár
Islands sambærileg. Ráðgert var að þessar aðgerðir gætu tekið 3-4 ár og að þeim tíma
liðnum skapist forsendur til töluverðar kostnaðarlækkunar og eftir atvikum aukinnaí
tekjuöflunar á grundvelli vöruþróunar. í framsöguræðu dómsmála- og mannréttinda-
ráðherra kom fram að eftir að þessi verkefni væru að baki sköpuðust forsendur til tölu-
verðrar kostnaðarlækkunar og eftir atvikum aukinnar tekjuöflunar á grundvelli vöru-
þróunar. Ræðu sinni lauk ráðherrann með þeim orðum að sameinuð Þjóðskrá og
Fasteignaskrá Islands gæti einnig orðið grunnur að nýrri stofnun er taki við rekstri fleiri
grunnskráa ríkisins og samhliða mætti færa stjórnsýsluverkefni og ýmis verkefni á sviði
skráningar og afgreiðslu til sýslumannsembætta á landsbyggðinni.
Ný sameinuð stofnun, Þjóðskrá íslands, tók síðan til starfa 1. júlí 2010, eins og áður sagðb
og þá voru allir starfsmenn í Reykjavík þegar komnir undir sama þak í húsnæði Höfða'
borgar að Borgartúni 21. Eftirfarandi skipurit stofnunarinnar var í kjölfarið samþykkt af
dómsmála- og mannréttindaráðherra:
Forstjóri stýrir stofnuninni í samræmi við lög og erindisbréf, starfs- °g
rekstraráætlanir. Aðstoðarforstjóri er staðgengill forstjóra. Forstjóri vt
Haukur Ingibergsson. Aðstoðarforstjóri er Margrét Hauksdóttir.
Fasteignaskrá fer með yfirstjórn fasteignaskráningar og fasteignaskrár og
forsögn um viðeigandi gagna- og upplýsingakerfi. Margrét Hauksdóttir
aðstoðarforstjóri stýrir fasteignaskrá.
2 0 2
Arbók VFl/TFl 2010