Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 301
Nú kynni glöggur lesandi að spyrja hvernig
í ósköpunum sé hægt að ákvarða birtustig í
herbergi út frá ljósnema sem staðsettur er
uppi á þaki en ekki inni í viðkomandi her-
bergi eða kennslustofu. Þar kemur tvennt til.
Annars vegar það að birtunemi sem stað-
settur væri dæmigert í miðju rými, lárétt á
lofti, nemur vissulega birtuna í rýminu en er
ekki í góðri aðstöðu til þess að meta það
hvort glýjumyndun er frá beinu sólarljósi
inn um glugga og hvort draga þurfi tjöld
fyrir glugga af þeim sökum til að halda
birtugildinu stöðugu í rýminu. Hitt atriðið
er öllu flóknara en byggist á því að hver
úthlið (e.facade) byggingar er staðsett í
láréttu plani miðað við 360° úr hring, þar
sem norður er 0°. Gráða úthliðar myndar
sjálfkrafa hornréttan vigur á úthliðana með
upphaf í miðju byggingarinnar.
Ut frá vigrinum eru reiknuð tvö horn, Alfa
horn (a) og Gamma horn (y). Innan þeirra
marka getur sól skinið beint inn um glugga
viðkomandi úthliðar á ákveðnum tímum
sólarhrings. Alfa hornið, sem mest getur
orðið 180° eða 90° í hvora átt frá vigrinum,
segir til um sólarstöðu og gamma hornið
sem mest getur orðið 90° segir til um sólar-
hæð. Með þessari aðferð er með nákvæmni
hægt að halda birtugildi stöðugu í dags-
birtustýrðum rýmum HR.
Inngangseiningar
Inngangseiningar fyrir ljós eru þrenns konar. Þrýstirofar og hreyfiskynjarar, sem tengdir
eru „Netlink"-einingum kerfisins, og svo Crestron-skjáir sem tengjast Litenet-kerfinu
gegnum staðartölvuneti hússins. I dæmigerðri kennslustofu, svo dæmi sé tekið, er einn
rofi fyrir grunnsenu með dagsbirtustýringu og sleðarofi fyrir gluggaopnun við hurð. Öll
önnur virkni fyrir ljós, gluggatjöld og gluggaopnun ásamt með annarri staðbundinni
Crestron-virkni er í Crestron-skjá sem staðsettur er í kennarapúlti. Meginmarkmiðið með
samþættingu kerfanna er að auka skilvirkni og gæði kennslu með fáum og einföldum
aðgerðum svo að kennari geti eytt tíma sínum í kennslu en ekki í stillingar. Sem dæmi um
skilvirkni og orkusparnað má geta þess að fjarveruskynjari í kennslustofum sem tengdur
er Crestron hljóð- og myndkerfi hverrar kennslustofu setur hana í grunnstöðu 20 mín-
útum eftir að síðasti maður fer þaðan út ef ekki hefur verið slökkt á búnaði. í grunnstöðu
felst að slökkva ljós, draga upp gluggatjöld, loka glugga, slökkva á myndvarpa, draga
upp myndvarpatjald og slökkva á tölvum.
Neyðarlýsing
Bygging á borð við HR gerir kröfu um að sett sé upp neyðarlýsingarkerfi, þannig að ef
straumur fer af húsinu séu flóttaleiðir og stór opin svæði þar sem fólk kemur saman
upplýstar. I HR er miðlægt neyðarlýsingarkerfi, sem þýðir að varaafl í formi rafhlöðu er
ekki í hverju ljósi fyrir sig heldur eru ljós, sem skilgreind eru sem neyðarljós og útiljós,
Tækni- og vísindagreinar
2 9 9