Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 101
JARÐHITASKÓLI HÁSKÓLA
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Nemendur námskeiðisins voru 44 og komu frá löndum Austur-Afríku. Nemendur komu
frá Kenýa, Djíbútí, Eþíópíu,Erítreu, Tansaníu, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Sambíu, og
Kómoros og að auki frá Jemen. Kennarar og leiðbeinendur komu frá íslandi (4), Kenýa
(21), og nágrannalöndum Kenýa (4) og voru flestir fyrrverandi nemendur JHS.
Jarðhitaskólinn (JHS) er rekinn samkvæmt samningi milli Háskóla Sameinuðu þjóðartna
i Tókýó (HSþ) og Orkustofnunar fyrir hönd íslenska ríkisins. JHS sér um öll mál sem
snerta jarðhita á vegum HSþ.
I’t'ítugasta og fyrsta starfsár JHS hófst með skólasetningu 21. apríl 2009. Að þessu sinni
hófu 22 nemendur frá 16 löndum nám við skólann. Nemendurnir luku 6 mánaða
serhæfðu námi á 6 af 9 námsbrautum: forðafræði 7, verkfræði 4, efnafræði 4, jarðeðlis-
fræði 4, jarðfræði 2, og bortækni 1. Aðrar námsbrautir við skólann eru: borholueðlisfræði,
horholujarðfræði og umhverfisfræði. Einn nemandi kom frá Sambíu sem er nýtt sam-
starfsland JHS. Kennarar og leiðbeinendur við skólann koma frá ÍSOR, Háskóla íslands,
rannsóknarstofnunum, verkfræðistofum og orkufyrirtækjum. Um helmingur námsins
yið JHS felst í rannsóknarverkefnum og koma margir nemendur með rannsóknargögn frá
S1nu heimalandi sem þeir svo vinna úr undir leiðsögn íslenskra sérfræðinga. Með þessu
moti er námið tengt þeirra heimalöndum þótt fjarlægðin sé oft mikil. Frá árinu 1979 hafa
424 sérfræðingar frá 44 löndum lokið námi við skólann. Nemendurnir hafa komið frá
Afríku (28%), Asíu (43%), Mið-Ameríku (15%) og Austur- og Mið-Evrópu (14%). Hlutur
kvenna í náminu er sífellt að aukast og af þeim sem útskrifast hafa eru 72 konur (17%).
Arið 2009 voru 13 meistaranemar styrktir til náms í Háskóla íslands (HÍ) samkvæmt sam-
starfssamningi skólanna. Níu voru í námi fyrri hluta árs, en fjórir bættust í hópinn um
haustið í stað þeirra fjögurra sem útskrifuðust fyrr á árinu. Meistaranemar JHS eru valdir
ur hópi þeirra sem hafa áður lokið sex mánaða þjálfun á Islandi, og staðið sig vel á þeim
hma, enda skilar sá þáttur fjórðungi af þeim kröfum sem gerðar eru vegna meistara-
námsins. Námið til meistaragráðu tekur að jafnaði 18-20 mánuði.
Einn doktorsnemi bættist við styrkþegalistann í byrjun árs 2009. JHS styrkir nú tvo
doktorsnema til náms við HÍ samkvæmt samstarfssamningi skólanna. Doktorsnemarnir
eiga það sammerkt með meistaranemunum að hafa áður lokið sex mánaða þjálfun við
J hTS, auk þess að hafa lokið meistaranámi.
Arlegur gestafyrirlesari JHS var prófessor emeritus Wilfred A. Elders frá Kaliforníu-
háskóla. Síðan hann lét af störfum við háskólann árið 2000 hefur hann helgað sig djúp-
horunarverkefninu í Kröflu (Iceland Deep Drilling Project - IDDP) sem annar af tveimur
Sem leiða jarðvísindateymi verkefnisins. í byrjun september flutti Wilfred A. Elders fimm
fyrirlestra á jafnmörgum dögum. Allir fjölluðu þeir um hvernig bergfræði nýtist í jarð-
hitarannsóknum. Fyrirlestrarnir eru gefnir út í ritröð skólans.
9 9
Tækniannál