Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 225
Aðferðir
Leitað var eirlagna með blýblönduðu tini á eftirtöldum stöðum: Ásbrú, vegna fyrri sögu
um blýmengun; Reykjanesbæ og Sandgerði, svæði með sama vatnsból og Ásbrú en þar
sem herinn var ekki starfræktur; Reykjavík, stærsta bæjarfélag íslands og jafnframt veitu-
svæði með tiltölulega hátt sýrustig (pH ~ 9) og loks Grundarfirði þar sem sýrustig vatns
við vatnsból er frekar lágt (pH = 6,95) (Orkuveita Reykjavíkur, 2010).
Atta 500 ml sýni voru tekin á hverju rannsóknarsvæði með sömu aðferð og Varnarliðið
beitti, þ.e. fyrstu bunu og 6HS (e: 6 hours stagnant) aðferðum. Fyrir sýnatöku voru
vatnsleiðslur skolaðar í 5-10 mínútur eða uns vatnið var orðið vel kalt. Síðan var lokað
fyrir kranann og vatnið látið liggja í leiðslunum í minnst sex klukkustundir, t.d. yfir nótt.
Að loknum biðtíma var komið aftur og sýnið tekið um leið og skrúfað var frá krananum.
Flest sýnin voru tekin af íbúum þeirra húsa sem voru rannsökuð samkvæmt ítarlegum
leiðbeiningum. Þessar sýnatökuaðferðir voru notaðar hjá Varnarliðinu við eftirlit með
blýmengun í neysluvatni og henta vel til að meta hvort vatn hafi mengast í lagnakerfum
húsa (Hayes o.fl., 2009). Leiðbeiningar Matvælastofnunar (MAST) leggja hins vegar til að
stærri sýni séu tekin (4 lítrar) eftir að leiðslur hafi verið skolaðar (Hollustuvernd ríkisins,
2002), er talið að sú aðferð henti betur til að meta ástand vatns í dreifikerfum vatnsveitna.
Eitt skolað sýni var tekið í Reykjavík samhliða hefðbundnu fyrstu bunu sýni en eftir að
Vatnið hafði verið látið renna í um tíu mínútur til þess að fá samanburð úr dreifikerfi
Vatnsveitunnar.
Á hverju rannsóknarsvæði var stefnt að því að eitt af sýnunum átta yrði viðmiðunarsýni,
þ.e. tekið á stað þar sem ekki væri notað blýblandað tin. Samanburðarsýni gátu eimiig
verið tekin úr lögnum sem ekki voru úr eir. Samanburðarsýnin geta bæði gefið innsýn í
hversu markverður munur er á blýinnihaldi vatns úr eirlögnum með blýblönduðu tini og
annarra lagna eða lagnaefna sem geta einnig innihaldið blý.
I Ásbrú voru rannsóknarsýnin tekin í hverfi þar sem blýstyrkur mældist hár í sérstakri
i'annsókn Varnarliðsins árið 1999. Utan Ásbrúar var reynt að leita uppi hús þar sem
neysluvatnslagnir voru lagðar úr eir og lóðaðar saman með blýblönduðu tini, líkt og
tíðkaðist á Ásbrú. Leitin fór þannig fram að haft var samband við fjölmarga pípu-
lagningamenn og þeir spurðir hvort þeir gætu bent á hús þar sem eirlagnir væru notaðar.
A Grundarfirði og í Reykjanesbæ var einnig auglýst í staðarblöðum. í Reykjavík tak-
markaðist lagnaleitin við hverfi sem voru byggð á árunum 1960-1970 þegar notkun eir-
lagna var í tísku. Starfsmenn byggingarfulltrúa borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur
aðstoðuðu við leitina þar. Þegar eirlagnir fundust var tinið prófað með LeadCheck®
stautum, með þeim er hægt að greina blý í
föstu efni með allt niður í 0,1% blýstyrk
(sjá mynd 1). Greining með LeadCheck® er
ekki magnbundin, hana er því ekki hægt að
flota til að segja til um hlutfall blýs í lóð-
málminum.
Styrkur blýs (Pb), kopars (Cu) og járns (Fe) í
vatnssýnum var greint hjá Matís ohf. í
ICP-MS efnagreiningartæki.
Tölfræðileg marktæknipróf voru gerð á
sýnum í húsum þar sem staðfest var að blý-
hlandað tin væri til staðar, annaðhvort frá
strokprófum eða nákvæmum leiðbeiningum
há pípulagningamönnum. Þar sem styrkur
hlýs var undir greiningarmörkum var notast
við gildi sem jafngilti greiningarmörkum.
Mynd 1. Blýinnihald tins skoðað með LeadCheck® staut. Rauður litur gefur
til kynna að tinið innihaldi blý. Ef ekkert blý hefði greinst í tininu, hefðu hárin
á stautnum verið gulleit, líkt og dropinn á blaðinu.
Ritrýndar vísindagreinar
2 2 3