Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 304
Dýpkun i höfnum - efni í landfyllingar eða losun í sjó
1. mynd. Hafnargerð á Akureyri snemma á 20. öld. Ljósmynd í eigu
Siglingastofnunar (slands. Ljósmynd:Thorvald Krabbe.
2. mynd. Danska sanddæluskipið Uffe við dýpkun vegna hafnar-
gerðar í Borgarnesi árið 1929. Ljósmynd í eigu Siglingastofnunar
(slands. Ljósmynd:Thorvald Krabbe.
3. mynd. Sanddælupramminn Vestmannaey
(Grafarinn),við dýpkun í Vestmannaeyjahöfn á
árunum 1964-1968. Ljósmynd: Eiríkur Þ.
Einarsson.
Fyrsta tækið til dýpkunar mun að öllum líkindum
hafa verið grafvél sem fengin var til Akureyrar-
hafnar árið 1906, þegar Torfunesbryggjan var í
byggingu (1. mynd). Upphaf efnistöku af hafsbotni
við Island er því miðað við komu þessarar grafvélar
árið 1906. Önnur slíkt grafvél var í Reykjavíkur-
höfn, allt frá byggingu hennar á árunum 1913-1917.
Hvorugt þessara dýpkunartækja hentaði til flutn-
inga og komu því ekki að notum í öðrum höfnum
[20]. Árið 1927 urðu kaflaskil í tækjakosti til dýpk-
unar, þegar danska sanddæluskipið Uffe var leigt
til landsins á vegum Vitamálaskrifstofunnar. Með
tilkomu skipsins jukust afköst við dýpkun til mik-
illa muna. Flér var komið fyrsta sanddæluskipið, en
slík skip áttu síðar eftir að sjá um uppdælingu alls
efnis af hafsbotni utan hafna. Skipið gat dýpkað i
höfnum þar sem laus sandur var í botni og var m.a.
við dýpkun í Akureyrarhöfn árið 1927 og í Vest-
mannaeyjahöfn árin 1927 og 1928. Skipið var notað
við dýpkun og uppdælingu efnis í stálþil vegna
hafnargerðar á Siglufirði árið 1928 og í Borgarnesi
árið 1929 (2. mynd). Sanddæluskipið Uffe var við
dýpkun hér við land allt til ársins 1939. í framhaldi af því að skipið
var leigt til dýpkunar í íslenskum höfnum, fór Vitamálaskrifstofan
að þrýsta á stjórnvöld um kaup á dýpkunarskipi, sem helst væri
öflugra og fjölhæfara en Uffe. Það var þó ekki fyrr en árið 1935 að
Vestmannaeyjahöfn, með styrk úr ríkissjóði, eignaðist sanddælu-
prammann Vestmannaey (Grafarann). Koma hans olli straum-
hvörfum fyrir hina grunnu höfn og var pramminn notaður við
dýpkun hennar ár hvert í 71 ár, eða þar til hann var settur í brota-
járn í ársbyrjun 2007 (3. mynd). Að lokinni síðari heimsstyrjöld
fóru stjómvöld, í samstarfi við vitamálastjóra, að skoða kaup a
öflugu dýpkunarskipi. Það var síðan á árinu 1947 sem Vitamála-
skrifstofan fékk afhent nýsmíðað dýpkunarskip með botngröfu,
sem nefnt var Grettir, auk efnisflutningapramma. Skipið var notað
við dýpkun í höfnum landsins flest sumur allt til ársins 1976, en
þá var skipinu lagt, þar sem rekstur þess þótti orðinn óhagkvæmur.
Vita- og hafnamálastofnun hafði nokkru áður, eða árið 1967, keypt
sanddæluprammann Hák sem var einkum notaður við hafnagerð,
en dældi einnig upp í landfyllingar til annarra nota. Hákur var i
notkun allt fram á níunda áratuginn, en var seldur þegar ríkið dro
„Mörg hinna stærri dýpkunarverka hafa verið
unnin á síðustu árum og gjörbreytt notagildi við-
komandi hafna. Þessar þýðingarmiklu fram-
kvæmdir njóta yfirleitt lítillar athygli almennings,
enda fara þær fram á hafsbotni og eru utan sjón-
máls. Engu að síður eru þær afar mikilvægar fyrir
framvindu sjávarútvegs eins og raunar öll hafnar-
gerð" [20]. Þessi orð í inngangskafla bókar um
íslenskar hafnir og hafnargerð, sem Siglingastofnun
Islands gaf út árið 2009, lýsa vel mikilvægi dýpk-
unar í höfnum.
3 0 2
Arbók V F I /T F I 2010