Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 234
í þessari grein verður vikið að kenningum er varða þroska fyrirtækja með tilliti til verk-
efnastjórnunar. Greint verður frá uppruna aðferða til að meta þennan þroska og hvemig
þeim er beitt við stöðumat, uppbyggingu og innleiðingu verkefnastjórnunar. Til viðmið-
unar verður greint frá úttekt á verkefnastjórnunarlegum þroska í stjórnarráði íslands,
nánar tiltekið í fimm völdum ráðuneytum. Sú greining er sett fram til að auðvelda skiln-
ing á hugtakinu verkefnastjórnunarlegur þroski og útskýra hagnýtingu þess, en ekki
síður fela gögnin í sér athyglisverðar vísbendingar um stöðu verkefnastjórnunar í
stjórnarráðinu. Verkefnastjórnunarlegur þroski í stjórnsýslu íslands var metinn af nem-
endahópi í meistaranámi í verkefnastjórnun - MPM, við iðnaðar- og vélaverkfræði og
tölvunarfræðideild Háskóla íslands, vorið 2010. Úttektin var liður í námskeiðinu Verk-
efnastjórnun í mismunandi greinum atvinnulífsins en kennarar í námskeiðinu voru
höfundur þessarar greinar og Dr. Darren Dalcher, prófessor við Middlesex háskólann í
London. Til samanburðar við niðurstöður nemendahópsins verður vikið stuttlega að
skýrslu Ríkisendurskoðrmar (2009) um fjármálastjórn ráðuneyta. Einnig verður vikið að
leiðbeiningum Viðskiptaráðs íslands (Ritstjóri Haraldur I. Birgisson, 2008) um stjórnar-
hætti opinberra fyrirtækja og að Rannsóknarskýrslu Alþingis (Ritstjórn: Páll Hreinsson
og fleiri, 2010).
Fræði
Hugmyndin um að meta þroska skipuheilda er ekki ný af nálinni. Einna fyrstur til að rita
um þessa hugmynd var einn af frumkvöðlum gæðastjórnunar, Philip Crospy. í met-
sölubók sinni Quality is free (1979) setti hann fram svokallað þroskafylki gæðastjórnunar
(e. quality management maturity grid), þar sem fyrirtæki gátu metið stöðu sína á ýmsum
sviðum stjórnunar og notað þetta sjálfsmat sem leiðarljós í stöðugu umbótastarfi-
Hugmyndin um þroskalíkön á því upptök í gæðastjórnun en íslenska orðið þroski er hér
notað sem þýðing á enska orðinu maturity. Elsta þroskalíkanið í verkefnastjórnun var
byggt upp í tengslum við hugbúnaðariðnaðinn. Þetta er hið svonefnda CMM-líkan
(e. capability maturity model) sem þróað var í Carnegie Mellon háskólanum á grundvelli
aðferðar sem Watts Humphrey (1989) lýsti. Líkanið er jafnan kennt við hugbúnaðarverk-
fræðideild háskólans (Software Engineering Institute - SEI). Hér er um að ræða líkan
fyrir þroska tiltekinna viðskiptaferla. Það byggir á fimm þrepa kvarða.
• Fyrsta þrep (e. initial) endurspeglar upphafsskrefin þegar aðferðir eru handahófs-
kenndar og engin formleg verkefnastjórnunarferli eru í raun til.
• Annað þrep (e. repeatable) endurspeglar þá stöðu þegar til staðar eru einföld ferli og
staðlar til að styðja við stærri verkefni, fyrir hendi er viss vitneskja og vitund um
verkefnastjórnun, skjölun er nokkur en skjalastjórnun þó ekki markviss.
• Þriðja stigið (e. defined) er þegar komið hefur verið upp stöðlun og stjórnun ferla sem
þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Þeim er beitt á öll verkefni og áhersla er lögð á
notkun ferlanna, skjölun og tengsl verkefnastjórnunar við önnur ferli fyrirtækisins.
Mat á frammistöðu og árangri í verkefnum er ekki formlegt.
• Fjórða stig (e. managed) endurspeglar að verkefnastjórnunarferli er stýrt og það að
fullu samþætt við önnur stjórnferli fyrirtæksins og gögnum er safnað um árangur.
• Fimmta og síðasta stigið (e. optimizing) er þegar ofangreindum ferlum er ekki bara
stjórnað heldur eru upplýsingar nýttar til að endurbæta þau og þróa. Mikil áhersla er
lögð á stöðugar endurbætur og framfarir.
Áður en vikið verður nánar að CMM-líkaninu skulu nefnd til sögu fleiri þroskalíkön-
OPM3-líkanið (e. Organizational Project Management Maturity Model) á uppruna sinn i
Bandaríkjunum og er þróað af PMI (Project Management Institute, 2008). Einnig má
nefna P3M3-líkanið (e. portfolio, program and project management maturity model) sem
þróað var af enskum stjórnvöldum (Redmond, 2008). Kerzner (2009) greinir frá svo-
nefndu PMMM-líkani (e. Project Management Maturity Model) sem byggir á fimm
2 3 2
Arbók VFl/TFl 2010