Læknablaðið - 01.08.1923, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ
145
Röntgenmymlir af slíkutn sjúklingum geta veriö mjög margvíslegar.
Yfirleitt hygg eg aö um lifrarsull, genginn upp í lungaö, muni í flestum
tilfellum vera aö ræöa, þegar skuggar sjást á basis h. lunga, sem er í
nánu Sambandi eöa áframhaldi af lifrarskugganum og svipaöir honum
aö þéttleika; er auövitaö tilskiliö aö sjúkl. hafi hóstaö upp sullum og
ekki sýnileg önnur líklegri ástæða til skugga á lungnareitunum. Mynd-
irnar 6 og 7 eru af slíkum sjúkl. Skuggarnr eru í mjög innilegu sam-
bandi víð lifrina, enda vottar alls ekki fvrir diaphragma h. megin. Ann-
ar sjúkl. haföi langvarandi galluppgang, svo enginn vafi er á diagnos-
unni. Eiginlegir lungnasullir hafa meiri tilhneiging til að leita upp í
aöal-bronchi, og hafa glögg takmörk gagnvart þeim hluta lungans, sent
næst liggur.
Hjá öörum sjúklingum hefir lifrarsullurinn ekki gert eins mikil spjöll
í lunganu og litur röntgenmyndin þá ööru vísi út. Sést þá kannske að eins
ofurlítil bunga á lifrinni (8. mynd), er stendur í sambandi viö holrúm
í lunganu. Slík mynd sem þessi sýnir mjög ljóslega hve drænage er erfið
úr sullinum; fyrst úr hepar um þröngt op upp i lunga og þaðan um
bronchi — alt upp i móti. Það er því ekki að furða, þótt þvilíkir sullir
séu langvarandi og sífelt aö taka sig upp á ný.
Primær 1 u 11 g n a s u j 1 i r. Svo má nefna þá sulli, sém eiga upp-
tök sín i lungunum, til aögreiningar frá þeim sullum, er leita inn í lung-
un frá öörum liffærum, venjulega liírarsullir. í þeim læknaritum útlend-
um, sem eg þekki til, er mjög lítiö um röntgenmyndir af sullum, en einna
helst þó sýndir slíkir lungnasullir, sem venjulega eru auöþektir og mynda
þéttan og skarpan skugga á lungnareitunum, án samljands viö önnur líf-
færi. Spurningin er, hversu algengir hinir eiginlegu lungnasullir eru, og
er mér nær aö halda, aö ]æir muni sjaldgæfari en alment er taliö. Sub-
phrenisku lifrarsullirnir liggja mjög illa við kliniskri skoöun og geta,
ef þeir vaxa upp í lungu og springa inn í bronchus, valdið aöallega eöa
einvörðungu einkennum frá lungum, svo sem átti sér staö um sjúklinga
þá, sem sýndir eru á 7. og 8. mynd. Er því full ástæða til aö ætla, aö
sumir sullir, sem taldir eru lungnasullir, muni í raun og veru vera sub-
pbreniskir lifrarsullir meö propagation til lungnanna. G u ö m. M a g n-
ú s s o n, sem hefir birt yfirlit yfir sullskuröi á 219 sjúklingum (5 og 6),
hefir aö eins skorið 3 sjúklinga með ech. pulmonis, en getur þess aö vísu,
aö hann hafi séö fleiri slika sjúklinga, þótt ekki hafi þeir veriö skornir.
Á öllum þeim sjúklingum, sem teknár hafa verið af thorax-myndir á
Röntgenstofunni siöan 1914, hefi eg aö eins séö einn primær lungnasull
(9. mynd) og er næsta ótrúlegt, aö þeir gætu leynst á röntgenmynd.
Skugginn á basis v. lunga hefir öll einkenni sem benign tumor, og hefir
ekki hiö nána samband viö þind og lifur, sem á sér staö viö subphreniska
sulli. Sjúkl. hóstaöi sullinum upp nokkrum dögum eftir geislaskoöunina
og hefir ekki borið á honum síöan. Er trúlegt, aö recidiv heföi komið,
ef um lifrarsull heföi verið aö ræöa. Því hefir verið haldiö fram af
K r a u s e (7) að sullvessinn myndi i ýmsum tilfellúm ekki valda skugga
á lungnamyndinni, og gætu því sumir sullir í lungum leynst viö röntgen-
skoðunina. Mjög virðist þessi tilgáta ósennileg, og eru ekki fram færöar
fyrir henni sannfærandi tilraunir. Hvers vegna skyldi ekki sullvessi valda