Læknablaðið - 01.08.1923, Blaðsíða 111
LÆKNABLAÐIÐ
209
á 2. og 3. ílokki er ví'öast svo mikill, aö litt hugsandi er, aö hann komi
aö öllu eða mestu leyti af skekkjum, er eigi rót sína að rekja til ofantal-
inna atriöa; þó flokkarnir séu fámennir, er líklegt, að þær heföu haft
svipuð áhrif á a. m. k. þá fjölmennari þeirra, 2. og 3. flokkinn, sem víðast
er svipaður barnafjöldi i.
En hvort sem meira eöa minna er gert úr gildi taflanna til að sýna áhrif
e-fnahagsins á þroska barnanna, þá er hitt víst, að þær eru nægilegar til
að sýna meðalhæð 10—13 ára barna i Svarfdælahéraði um rúmlega half-
an siðasta áratug.*
Mér vitanlega eru engar skýrslur til á prenti um nieðalhæð Ijarna neins
'staðar á landinu, nema úr Rvík 1910—1912 (Lbl. III, bls. 156), en óneit-
anlega væri fróölegt, að fá vitneskju um hana úr sem flestum héruöum.
Töflurnar sýna að meðalhæð 10—13 ára barna í Svarfdælahéraði hefir
þessi árin verið mun meiri en meðalhæð skólabarna í Rvík 1910—1912,
yfirleitt mjög svipuð og hæð skólabarna í Svíþjóð (1.1)1. ITI, 156), og
þó í öllum aldursflokkum heldur meiri. 10 ára piltar eru og ívið hærri
hér en 10 ára stúlkur, eins og í Svíþjóð, en í Rvík eru 10 ára stúlkur íviö
hærri en piltar á sama aldri; 11—13 ára stúlkur eru aftur mun hærri en
11—13 ára piltar á öllum stöðunum.
Hæðamælingarr.ar voru öll árin, nema það fyrsta, svo nákvæmar, að
hæðin var tilgreind í millimetrum, en öllum brotum úr cm. er hér slept,
þannig, að crn. og minna broti er alveg slept, en stærra brot talið 1 cm.
Yrðu töflurnar óhæfilega langar, ef það væri ekki gert, enda má gera
ráð fyrir, að þetta jafni sig nokkurn veginn upp. Þess má og geta, sem
auðvitað er, aö börnin eru allajafna mjög misjafnt á ár komin, þegar skoö-
un fer frarn, en líklegt er, aö þetta jafnist lika upp, og hvaö sem því líður,
eru engin ráð til að koma í veg fyrir skekkjur, sem hugsanlegt kynni að
vera, að af því stöfuðu.
Til hægðarauka fyrir þá, sem kynnu aö vilja athuga útreikning meðal-
hæðanna, hefi eg í töflunum sýnt, hvernig þær eru reiknaðar út. Eg hefi
talið þær í cm. og brotum úr crn. með 2 tugstöfum; er það að vísu óþarf-
lega nákvæmt, en eykur hvorki fyrirhöfn né eyðir rúmi, svo teljandi sé,
og er því útlátalaust.
Þótt tæpast þurfi að taka það fram, skal þess getið, að þau fáu börn,
sem ekki voru á ísl. skóm, voru látin vera á sokkaleistunum, meðan ])au
voru mæld.
Bæði í hæðatöflunum og öörum töflum hér, er auðvitað hvert barn talið
jafnoft og það heíir mætt til eftirlits, og eru því flest börnin talin oftar
en einu sinni.
* Þótt tekin séu til greina áðurtalin vanhöld, það, aÖ skólahald hefir sum árin fall-
ið niður á stöku stað, og að stöku börn á þessurn aldri liafa ekki gengið i skóla,
telst mér til að börn þau, sem mæld hafa verið og skráð eru í töflunum, muni vera
a. m. k. ‘/= af fjölda barna á þessurn aldri í héraðinu þessi ár.