Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 4
18
L Æ K N A B L A Ð I Ð
Hann lézt á St. Jósefsspítala
að morgni þ. 15. nóv. 1948 eftir
tæpa mánaðarlegu á sjúkra-
húsinu, 69 ára að aldri.
Banamein hans var throm-
bosis cerebri. Síðustu vikurnar,
áður en hann lagðist banaleg-
una, bar á því, að hann var
miður sín. Pór hann þó allra
sinna ferða, meðal annars í lax-
veiðiför, eins og hann var van-
ur og stundaði lækningar, en
loks fór að bera á aphasia, og
var honum þá ráðlagt að taka
sér hvíld frá störfum.
Hann lagðist því í rúmið 15.
sept. og virtist þegar fá nokk-
urn bata, en veikin elnaði bráð-
lega aftur, svo að hann var 18.
okt. fluttur á spítalann.
Hér var þá lokið æfi stór-
merks manns og óvenju mikil-
hæfs læknis á sjúkrahúsinu. er
hann hafði verið læknir við í
hér um bil 44 ár, aðallæknir
þess eftir andlát Guðmundar
heitins Magnússonar og kjör-
inn yfirlæknir þess árið 1934.
Hann varð stúdent frá Lærða-
skólanum 1 Reykjavík vorið
1898 með I. einkunn. Fór hann
þá þegar utan og tók að lesa
læknisfræði við Hafnarháskóla,
en hélt því námi áfram við
læknaskólann í Reykjavík eft-
ir 2 ár og útskrifaðist sem
candidat þaðan 24. júní 1904
einnig með góðri 1. einkunn.
Sigldi hann þá þegar aftur tii
Kaupmannahafnar til fram-
haldsnáms, en að því loknu
settist hann að í Reykjavík og
hóf lífsstarf sitt hér 28. júní
1905, þá sem fyrsti íslenzki
starfandi læknir á íslandi án
þess fyrst að hafa gegnt hér-
aöslæknisstörfum.
Um það leyti, sem Matthias
hóf læknisfræðinám sitt, höfðu
nýlega orðið aldahvörf í þeirri
vísindagrein.
Með uppgötvun svæfingar-
lyfja, sýkla og varna gegn
þeim (aseptic) var lagður
grundvöllurinn að nútíma
skurðlækningum og sóttvörn-
um, sem bar skjótan ávöxt.
Fyrstu boðberar þessara nýju
vísinda voru nýkomnir til
landsins, sem sé Guðmundarn-
ir þrír: Guðmundur Magnús-
son, Guðmundur Björnsson og
Guðmundur Hannesson, hver
öðrum gáfaðri, lærðari og at-
hafnasamari og naut Matthías
tilsagnar tveggja hinna fyrst
nefndu í læknaskólanum.
Hann var barn nýja tímans,
er hafði notið fræðslu beztu
manna utanlands og innan og
tekur nú ótrauður upp sam-
keppnina við lærifeður sína hér
í Reykjavík, þá aðeins 26 ára
að aldri.
Verður hann bráðlega mjög
vinsæli og eftirsóttur læknir í
bænum, er jafnvígur á allt og
vinnur nótt sem nýtan dag. Er
hann samtímis ráðinn læknir
að Frakkneska spítalanum hér
í bæ og starfaði við hann þar
til hann var lagður niður 1927.