Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 23
L .]•: K N A B L A Ð I f>
37
sem leitast við að ýta tánni út
á við, er hættara við að skekkj-
an myndist, og sé hún einu
sinni komin heldur vöðvatogið,
sem áður er getið, henni við og
eykur hana. Oft er svo, að ekki
gengur einasta fyrsti ristar-
leggur inn á við heldur geigar
líka fimmti leggurinn út og
fylgir því einatt digitus quint-
us varus. Þessir fætur eru breið-
ir að framan, oft lausir í bönd-
um og fletjast út, þegar líkams-
þunginn hvílir á þeim —Spreiz-
fuss.
Þegar spyrnt er frá í gangi,
rís maöur upp á táberg, en
tærnar spyrna við jörðu og
mæðir þar mest á stóru tá. Vísi
fótur beint fram og sé hann ó-
snúinn í ristarliðum og völu-
liðunum neðri, kemur átakið
beint undir tærnar. Sé hins veg-
ar um valgus-fót að ræða, reyn-
ir meira á fótinn innanverðan
og þunginn af spyrnunni kem-
ur á stórutá innanverða og ýt-
ir henni þá að sjálfsögöu út á
við. Sama á sér stað séu menn
útskeiíir, þó engri valgusstill-
ingu sé til að dreifa, er þá tíð-
ast um að ræða vinding á sköfl-
ung, svo að ás fótarins veit ut
(1. mynd). En mjög oft fer
þetta tvennt saman. Mun það
sönnu nær, að tvær eöa fleiri
af þeim orsökum, sem taldar
hafa verið þurfi að fara saman,
til þess að hall. valg. myndist
Og víst er um það, að aldrei
höfum við séð hall. valg. á var-
usfæti.
Æskilegasta meðferðin er æ-
tíð sú, sem heggur að róturn
meinsins. Væri hægt að sam-
eina í eitt þetta fernt, að laga
1) valgusskekkju á fæti,
2) vinding á sköflung,
3) metatarsus primus varus,
4) Spreizfuss
og síðast það sem erfiðast er,
að fá fóik úr skókreppunni, þá
væri allt fengið.
Oft er mikil hjálp í vel byggð-
um ilstoðum og góðum skóm,
sem laga valgusskekkju á fæti
og þarf enda ekki meira, séu lít-
il brögð að. Oft þarf aögeröa
við, til að hjálpa fólkinu. En þá
greinir menn á um hvað gera
skuli.
Til þess að aðgerð geti talizt
nothæf, verður hún aö sam-
eina þetta þrennt: