Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 16
30
L Æ K N A B L A Ð I Ð
met og unniö marga sigra, ef
keppnialdan hefði þá verið ris-
in. Það kom fyrir að honum
varð hált á þessum leikjum, t.
d. datt hann einu sinni og fékk
heilahristing, þá var hann
ekki kominn í skóla, en það
var á þriðja stúdentsávinu, að
hann fótbrotnaði — en hvort
tveggja þetta lagaðist fljótlega.
Verra var hitt, er hann 1924
var að stökkva niður 1 djúpa
gjá á Þingvöllum, aö hann hæl-
beinsbrotnaði, greri það brot
seint og var honum lengi til
baga.
Þegar Matthías hafði lokið
læknaprófi fór hann auðvitað
að velta því fyrir sér, eins og
gengur, hvar bera skyldi niður
— héraðslæknaleiðin úti á
landi var alfaravegurinn. Brá
hann sér þá norður á Akureyri,
til foreldra sinna. Úti í Höfða-
hverfi var laust læknishérað,
sem gefa þurfti gætur um leið,
fór því út að Nesi, meðfram til
að hitta nátengdan vin, Vern-
harð Þorsteinsson, er síðar varð
kennari á Akureyri. Riðu þeir
nú norður um sveitir og komu
að Breiðumýri til mín sólfagr-
an sunnudagsmorgun. Var
ferðinni heitið til Húsavík-
ur.
Ég gleymi aldrei þessum á-
nægjulega sunnudegi, því þetta
voru góðir og skemmtilegir
gestir og eins læknishjónin frá
Húsavík, sem líka voru stödd
hjá mér í heimsókn þennan
dag. Þaö var einkennilegt að
á sumrin var sunnudagurinn
mesti annatími sveitalæknis-
ins. Þá þurfti fólkið að létta
sér upp, skreppa á hestbak og
Ijúka öllum erindum, sem
mögulegt var að fresta meðan
á vinnudögunum stóð, þar á
meðal var þá það að reyna aö
fá bót smærri meina sinna hiá
lækninum og kaupa meðöl og
umbúðir til búsins. Gerðist nú
ös og annríki og hjálpuðu
læknarnir mér lengi dags við
að afgreiöa fólkið, en Vernharð-
ur passaði unga barnið, svo að
húsmóðirin gæti sinnt hús-
störfum og séð um beina. Þeg-
ar öllu var lokið og halla tók
degi riðum við svo öll út á Húsa
vík, höfðum tekið þá ákvörð-
un að gista þar hjá lækninum
og gera svo næsta dag að
skemmtidegi, ríða austur í Ax-
arfjörð, hitta vin okkar og
starfsbróöur, Þórð Pálsson, og
skoða Ásbyrgi, en þetta fór á
annan veg. í myrkrinu um
kvöldið áttum við í erfiðleikum
við að koma hestunum fyrir,
loks tókst það þó og brátt vor-
um viö seztir við borð, hlaðið
góðum réttum, sem konurnar
voru búnar aö framreiða. En
er við vorum að byrja að borða,
glöð og hlakkandi til morgun-
dagsins, þá var barið í glugg-
ann og rödd utan úr myrkrinu
og regninu, sem þá var farið
að falla, eftir hita dagsins, kall-
aði, aö óskað væri eftir að