Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 102
116
LÆKNABLAÐIÐ
sjúklingana í byrjun í Fowl-
erslegu — soga upp úr magan-
um með Levin nefslöngu og
gefa æthyl-morphin intraven-
öst í það stórum skömmtum, að
það gefi fullkomna vellíðan.
í febrúar 1949 birtist svo
grein eftir Sam F. Seeley (o. fl.)
um sama efni.þar semþeir hafa
notað conservativ lækningu á
perf. u. p. 1 34 tilfellum, er öll
lifðu. Nota þeir auk morfinsins
penicillin og sulfalyf í stór-
um skömmtum auk intravenös
saltgjafar o. s. frv.
Vel væri athugandi að við-
hafa slíka meðferð á afskekkt-
um stöðum hér á landi, þegar
ógerlegt er að koma sjúklingn-
um á sjúkrahús, eða operera
hann á staðnum.
Operations mortalitet.
Það er auðsjáanlega fleira en
tímalengdin frá perforation,
sem kemur til greina og ræður
úrslitum um afdrif þessara
sjúklinga, þótt öllum beri sam-
an um, að hún sé mikilvægust.
Þannig deyja jafnan nokkrir
sjúklingar úr concomitterandi
alvarlegum sjúkdóm, svo sem
cancer í öðrum líffærum,
hjartabilun, nýrna- eða lifrar-
sjúkdóm o. s. frv., er þá oftast
uppgötvast ekki fyrr en við
section.
Þá er nákvæm og stór stat-
istik (362 tilfelli — þar af 318
opereruð), er Luer birti nýlega,
mjög athyglisverð, með tilliti
til shockástands þessara sjúkl-
inga. Telur hann, að enda þótt
flestir þeirra komi með klinisk
einkenni um shock á hærra eða
lægra stigi, þá sé blóðþrýsting-
urinn venjulega eðlilegur. En í
nokkrum tilfellum (ca. 3% í
hans tölum) hafi sjúkl. mjög
lágan blóðþrýsting og af þeim
dóu 72,7%, en meðaldánartal-
an eftir aðgerð var 18.2%.
Stærð perforationar og það
hversu mikið magainnihald
matarkyns hefir borizt út í líf-
himnuna er einnig mikilvægt.
Eins það, hvort magasýrur eru
miklar eöa litlar, vegna infek-
tionarinnar.
Lífhimnubólgan sjálf, við
perforation á ulcus pepticum,
er hlutfallslega góðkynja og
getur oft verið aseptisk í nokk-
urn tíma.
En talið er þó, að sóttkveikj-
ur finnist alloft við ræktun úr
lífhimnunni þegar snemma í
sjúkdómnum og í sumum til-
fellum hættulegir sýklar eins og
staphylococcus og streptococc-
us.
Operationsmortalitet eftir
perforation á ulcus pepticum
hlýtur því að vera undir ýmsu
komið, en ætti þó að fara
minnkandi eftir að hin nýju
antibiotica komu til sögunnar.
Víðtækar eftirathuganir frá
Ameríku og Evrópu, er ná yfir
mörg ár og greina frá 5061 til-
fellum í allt, sýna meðaldánar-
tölu 23,9%. Statistik frá Sví-