Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 101
L Æ IvNABLAfilÐ
115
Greining sjúkdómsins er yf-
irleitt auðveld við acut per-
foration (en á henni er nauð-
synlegt að átta sig í tíma), þó
margt fleira komi þar til greina
svo sem acut abdomen af hvaða
ástæðu sem er. Hættast er þó
við að villast á perforations
peritonitis af öðrum ástæðum
t. d. við appendicitis acuta, per-
foration á: vesica fellea, cancer
ventriculi, og cancer coli, Mich-
els diverticulum, diverticulum
duodeni, eða flexura sigmoidea,
echinococcus hepatis o. s. frv.
Af öðrum sjúkdómum má
benda á pancreatitis acuta (og
p. apoplexia), mesenterial
thrombosis, byrjandi (strangu-
lation) ileus, blýeitrun, gall-
eða nýrnakolik, crises gastri-
ques við lues í centraltauga-
kerfinu, gastritis phlegmonosa,
angina pectoris (s. abdomin-
alis), byrjandi pneumonia og
byrjandi pleuritis (basalis), svo
að drepið sé á það helzta.
í eitt sinn var höfundur
þessarar greinar viðstaddur, er
sjúklingur dó af völdum rup-
tura aortæ thoracalis og virt-
ust einkennin við það um tíma
líkjast nákvæmlega einkennum
við acut perforation á maga-
sári. í tvö skipti, er ég hefi gert
laparatomia að óþörfu vegna
gruns um sprungið magasár,
var 2. sjúklingurinn (kona um
þrítugt) með byrjandi pleurit-
is basalis sin., eins og greini-
lega kom í ljós næstu daga. í
hinu tilfellinu fannst ekkert, en
sá sjúklingur fékk síðar mani-
fest ulcus ventriculi.
Meðferð.
Fátt eitt er um meðferð per-
forationar að segja. Langflest-
ir hallast að því að láta ein-
falda lokun á perforations-op-
inu nægja. Þó virðist hættulít-
ið að gera resection á magan-
um í sumum tilfellum, ef á-
stand sjúklingsins er gott og
þá frekar nú á dögum vegna
hinna nýju antibiotica.
Hins vegar er varasamt og
ástæðulaust að gera G.e. anast.,
þar eð sjaldan er um mikla
retention að ræða eftir einfalda
lokun, en hætta á að ulcus
jejun. myndist.
Um helming þessara sjúkl-
inga þarf að operera á ný eftir
einfalda lokun. Eru þá skilyrði
til resectionar oft erfið vegna
samvaxta, svo að gripið er af
mörgum til G. e. anast., er oft-
ast gefst vel. Þó mun resection
a. m. Ogilvie (pylorus skilinn
eftir, en slímhúðin í antrum
pylorissvæðinu flegin burtu)
reynast enn betur, þegar of á-
hættusamt þykir að nema sár-
ið í burtu.
Árið 1946 ritar Vinck A. Hed-
ley um conservativ meðferð á
sprungnum ulcus pepticum, er
Bedford-Tuxner hafði reynt
1945 á 6 tilfellum. Hafa þeir