Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 73
L Æ Iv NABLAÐIÐ
87
7) Kölkun í æxlinu, sjáanleg á
röntgenmynd, bendir ein-
dregið' á meningeom.
8) Að lokum vil ég taka það
fram, að af 150 sjúklingum
sem gerð var á skurðaðgerð
á taugaskurðdeild Ríkis-
spítalans í Kaupmanna-
höfn fanst aðeins frá sjúkl-
ingum með ependymom eða
neurinom eggjahvítumagn
vfir 600 í mænuvökva.
Meðferð og árangur hennar.
Hin eina meðferð, á þeirri
tegund æxla, sem hér um ræð-
ir, er exstirpation.
Hér er ekki ástæða tíl að
fjölyrða um tækni við laminek-
tomi, þar sem hægt er að lesa
um hana 1 öllum stærri hand-
bókum 1 skurðlæknngum, en
ég vil þó taka það fram, að það
verður alltaf að gera laminek-
tomi á svo mörgum hryggjar-
liðum, að nægjanlegt yfirlit og
rúm fáist, svo að komizt verði
hjá því, að skaða mænuna, en
til þess nægir venjulega að
gera laminektomi á 2—4
hryggjarliðum.
Þegar búið er að gera lamin-
ektomi, en áður en dura er
opnuð, er gerð mjög nákvæm
hæmostasis. í vöðvum er þetta
gert með elektrokoagulation,
epiduralt með elektrokoagula-
tion eða litlum vöðvastykkj-
um, og í beini með vaxi. Síðan
er dura opnuð með lengdar-
skurði á holsondu, en það
verður að forðast, að opna um
leið arachnoidea, vegna þess
að ef æxlið skyldi ekki finnast
á þessum stað, þá er hægt, án
þess að skaða mænuna, að leiða
þunnt og mjúkt gúmmí-katet-
er bæöi upp og niður utan á
arachnoidea, og við það finnst
ef til vill æxlið. Eftir þetta er
arachnoidea opnuð með ein-
klóa haka.
Við exstirpation á meninge-
ominu, verður að gæta þess
mjög vandlega, að skaða ekki
mænuna, þar sem hún, eins og
vitað er er ákaflega viðkvæm
íyrir minnsta þrýsting eða togi,
sem geta valdið óbætanlegu
tjóni.
Oft er ekki hægt, án þess að
skaða mænuna, að exstirpera
meningeomið í heilu lagi, held-
ur verður að nema það burt í
mörgum smástvkkjum.
Oft eru aftari mænurætur
spenntar yfir meningeomið, eða
það er vaxið 1 kringum þær,
og verður þá stundum að
klippa þær I sundur.
Alltaf verður að muna, að
exstirpera þann hluta af dura
sem meningeomið er vaxið við,
eða, ef það er ekki hægt, að
elektrokoagulera hann.
Þegar búið er að taka
meningeomið, er gerð mjög ná-
kvæm hæmostasis, og því næst
er dura lokað, ef það er hægt.
en oft hefir orðið að taka svo
stórt stykki úr dura, (þar sem
meningeomið er vaxið við