Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 107
L Æ K N A B L A Ð I Ð
121
þess að varna þeim að komast í
sullaæti, en ekki gat M. E. fellt
sig við þá uppástungu, þar sem
hann hefir ekki trú á að fólk
geri sér það ómak. í öðru lagi
verði menn enn hirðulausari
um sullina á blóðvelli en áður,
og í þriðja lagi er hreint ekki
svo létt verk að mýla alla okk-
ar illa tömdu hunda. Fyrir all-
mörgum ',árum keypti M. E.
sex hunda og fóðraði þá á sull-
um til þess að komast að raun
um hvort tæniur, og þá hvaða
tegundir, fyndust í görnum
þeirra. Því miður misheppnuð-
ust þessar tilraunir af ýmsum
ástæðum og voru ekki teknar
upp að nýju.
Það er auðsætt, að meiri
festa hefði þurft að komast í
talningarmátann, þegar sulla-
talningin í sauðfé fór fram, til
þess að talningin væri sambæri-
leg í ýmsum héruðum, en auk
þess var materiale alltof lítið.
Þetta var svo ekki gert oftar,
nema hvað Jónas Kristj. taldi
aftur á Sauðárkróki næsta ár.
En allt fyrir það voru þetta
merkilegar tilraunir.
í júní—júlíhefti Lbl. 1925
skrifar Matth. Ein. grein, sem
nefnist: Hvernig fær fólk sulla-
veiki? (6) og kcmur þar fram
með nýstárlegar kenningar um
smitunarmáta sulla;veikinnar.
Vil ég leyfa mér að tilfæra
nokkur atriði úr áminnstri
grein.
Hann bendir á það, að frá
upphafi hafi því verið veitt eft-
irtekt hér, að konur sýktust af
sullaveiki fremur en karlar og
það svo, að konur sýktust allt
að helmingi oftar. Sama gildir
í Tunis, en í Ástralíu og Argen-
tínu sýkjast karlmenn fremur.
Jónassen segir: ,,Það leikur
vafi á, að sauðfé fái sullina við
að bíta gras í haga, eða úr heyi,
á það bendir líka að ær sem
ganga í heimahögum eru mikið
sollnari en sauðir, sem ganga
á fjall“.
Fólkið fær líklega veikina í
heimahúsum, á það bendir
meðal annars, hve miklu tíð-
ara konur sýkjast en karlar.
Hundar eru mikið innanbæjar,
sleikja aska, lepja úr vatnsílát-
um o. s. frv., þeir drita e. t. v.
heilum bandormaliðum á gólf-
ið sem þorna upp, þeir berast
um allt með ryki. Hundarnir
sleikja hendur og andlit barna
og fullorðinna. Kvenfólkið býr
til matinn, þrífur ílátin, hirðir
bæinn og heldur sig lengst af
innandyra í þessum smitaða
bæ, þess vegna er því hættara.
Svipað þessu var álit erlendra
fræðimanna. Devé kemst þó að
þeirri niðurstöðu, að það séu að
vísu hundarnir, sem bera veik-
ina 1 menn og þá sveitahund-
ar, en ekki kjölturakkar. En
sullsmitunarhættan stafi ekki
svo mjög af því, þó að hundar
lepji úr vatnskeraldi eða sleiki
hendur húsbónda síns; heldur
stafi mesta hættan af óhrein-