Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 84
98
L Æ KNABLAÐIÐ
lifrarskemmdum af öðrum or-
sökum. Menn hafa flokkað he-
patotoxin og eru þessi helzt: 8)
A) Innan eitrun: Óþekkt tox-
in, sem getur myndazt á
seinni mánuðum með-
göngutímans og veldur tox
ískri gulu.
B) Aðfengin eitur:
1) Alcohol.
2) Chloroform, og kemur
eitrunin þá fram nokkr-
um dögum eftir svæf-
ingu.
3) Avertin eða bromethol.
Tæplega þó nema lifrin
sé veikluð fyrir.
4) Tetrachlor-kolefni.
5) Trinitrotoluol og te-
trachlorethan.
6) Arsen, einkum ef ein-
hver infection er sam-
fara.
7) Phosphor.
8) Gull. (Höf. segja að af
1500 sjúkl., sem fengu
chrysotherapi hafi 8%
fengið hepatitis.)
9) Cincophen.
10) Sveppaeitrun.
Auk þessara eitrana geta
bráðar lifrarskemmdir komið
af öðrum infectionum og eru
tilnefndar viruspneumonia,
mononucleosis inf., Brucellosis,
amoebiasis og malaria.
Ennfremur er rétt að geta
þess, að skýrt hefir verið frá
tilfellum af necrosis hepatis,
sem talið var að súlfadiazin
hafi valdið.
Allar þessar lifrarskemmdir
gefa sjúkdómsmynd, sem getur
verið óþekkjanleg frá h. a. i.
H. a. i. sine ictero er illþekkj-
anleg nema þegar faraldui
gengur. Þess má geta, að Bark-
er et al. 6) minnast á, að lifrar-
stækkun og lifrareymsli komi
fram í þessum sjúkl. við á-
reynslu og benda á sérstakar
tilraunir í því sambandi.
Gangur veikinnar og bata-
horfur: 1—2 vikum eftir að
gulustigið byrjar, fer venjulega
að draga úr gulunni, og líðan
sjúkl. batnar samfara. Gulan
minnkar hraðast framan af, en
hægar þegar frá líður, og stend-
ur frá 2 vikum upp í 3 máuuði.
En lengi eftir að gula er horfin,
og sjúkl. virðist albata, geta
lifrarstarfspróf leitt í ljós, að
lifrarstarfsemi sé ekki komin í
samt lag.
Það er ills viti, ef uppköst
haldast eða aukast eftir að gula
er komin fram. Einnig er ascit-
es, húðútbrot og blæðingar
undir húð og slímhúðir, eggja-
hvíta og blóð 1 þvagi vegna
blæðinga í nýrum algeng hjá
þeim, sem deyja. Að vísu geta
þessi einkenni komið fram 1
sjúkl., sem lifa sjúkd. af, en þau
eru sjaldgæf þar og benda á al-
varlega lifrarskemmd. Gulan
sjálf (icterusindex) er ekki
bending um hvort sjúkd. sé
banvænn eða ekki. Menn hafa
séð sjúkl. deyja úr h. a. i., án
þess að hafa nokkurn tíma