Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 90
104
L Æ K N A B L A Ð I Ð
—1915 eru t. d. 23 sjúklingar
taldir hafa dáið úr magasári
(og skeifugarnarsári) og 19 á
árunum 1916—1920 eða sam-
tals 42 sjúklingar á þessu 10
ára tímabili. Þessar tölur eru
þó mjög hæpnar, þar eð þær
byggjast á dánarvottorðum og
athugasemdum lækna við
prestaskýrslurnar aðeins í
rúmlega helming tilfella. Auk
þess vantar dánarorsakir frá
nokkrum læknishéruðum á
fyrra tímabilinu, en óþekktar
eða ónefndar dánarorsakir á
þessu 10 ára tímabili eru yfir
eitt þúsund.
Nú er perforation á ulcus
pepticum talin ein höfuðorsök
að dauða úr maga- og skeifu-
garnarsárum þótt fleira komi
þar til greina, svo sem blæð-
ingar, malign degeneration,
operationsmortalitet, stenosis
pylori o. fl., svo að erfitt er að
greina þar á milli eftir á. Hins
vegar finnst ulcus pepticum
perforatum hvergi getið sem
dánarmeins í öllum heilbrigð-
isskýrslunum fram að árinu
1923, þó með einni undan-
tekningu. í heilbrigðisskýrsl-
um yfir árið 1912 er eitt slíkt
tilfelli tilgreint af Eskifjarðar-
spítala1) sem dánarorsök. í
heilbrigðisskýrslunni er það
kallað ulcus ventriculi perfor-
at., en í frumritinu er það
1) Vantar í dánarskýrslurnar
1911—1915.
nefnt ulcus ventriculi, peri-
tonitis. Héraðslæknirinn á
Eskifirði var þá Friðjón Jens-
son læknir, og hefir hann rit-
aö skýrsluna.-) Virðist það
vera fyrsta tilfelli á íslandi,
þar sem perforation á ulcus er
talin dánarorsök og er því
harla merkilegt.
Hitt má sjá af mannfjölda-
skýrslunum, að af þessum 42
sjúklingum, sem talið er að
hafi dáið úr magasári á árun-
um 1911—1920, hafa 27 verið
konur, en aðeins 15 karlar, en
það er mjög öfugt hlutfall við
það, sem á sér stað við per-
foration á sárum miðað við
kyn.
Líklegast er, að diagnosis sé
mjög ábótavant á þessum ár-
um og sár sem dánarorsök
hafi ýmist verið oftalin eða
vantalin. Hins vegar mætti
ætla, að leikmaður teldi dauða-
orsökina frekar lífhimnu-
bólgu en magasár, er sár
springur og veldur dauða. Af
áður nefndum skýrslum kem-
ur í ljós, að 32 af hinum áður
umgetnu tilfellum af sára-
dauða voru í sveitahéruðum.
Fullkomna aðgerðaskrá yfir
sjúkdóma á sjúkrahúsum er
ekki farið að birta í heilbrigð-
isskýrslum, fyrr en frá árinu
1926 og síðan á 5 ára fresti.
2) í bréfi til mín, dags. 28/8.
’49, upplýsir Fr. ,T., að tilfelli þetta
hafi þó ekki veriS krufið.