Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 77
L Æ K N A B L A Ð I Ð
91
l in hcpatitis acuta infectiosa.
(Jdftir l^órÁ J^óríarion ug f^órodd ^ónaíion.
Á árunum 1948 og ’49 hafa
legið í Landakotsspítala sex
sjúklingar með diagnosis hepa-
titis acuta infectiosa (h. a. i.).
Tveir þeirra dóu á spítalanum.
Það mun vera fremur óvenju-
legt hér á landi, að tækifæri
gefist til að rannsaka sjúkl.
með h. a. i., eða icterus catarr-
halis, eins og sjúkd. var oftast
nefndur, í sjúkrahúsi, og enn-
fremur sjaldgæft, að þessi
sjúkd. valdi dauðsföllum. Bæöi
vegna þessa og svo hins, að
ýmsar uppgötvanir hafa verið
geröar nú á síðustu árum í
sambandi við þennan sjúkdóm,
þótti okkur ómaksins vert, að
skýra frá þessum tilfellum, sér-
staklega dauðsföllunum, og þá
um leið nýjustu skoðunum á
h. a. i., að svo miklu leyti sem
ihr Vorhaltniss zu dcn Sarcomen
und Psammonien der Dura Mater.
Virchows Arch. f. patli. Anat. u.
Physiol. 170: 429, 1902.
20) Sicard, .1. A. & Forestier, J.:
Roentgenologic exploration of the
central nervous system with iodized
oil (lipiodol) Arch. Neurol. &
Psychiat. 16: 420, 1926.
21) Virchow, R.: Zur Entwickl-
ungsgeschichte dcs Krebses. Virch-
ows Arch. f. path. Anat. u. Physiol.
1: 94, 1847.
við höfum getað aflað okkur
upplýsinga um þær.
Fjórir af þessum sex sjúkl.
höfðu sjúkdóminn á mjög svip-
uðu og vægu stigi, og lýsum við
aðeins einu þeirra tilfella, sem
dæmi um venjulegan gang
veikinnar. Hins vegar viljum
við skýra nokkuru nánar frá
dauðsföllunum tveimur.
1. E. H., 18 ára, kom 1 spítal-
ann 23./12. ’48. Hann hafði
alltaf Verið heilsugóður áður,
aldrei verið svæfður, aldrei
fengið blóðgjöf, ekki verið bólu-
settur nýlega, né tekið nein
meðöl. Veit ekki um svipuð
veikindi hjá neinum, sem hann
hefir umgengizt. Hann veiktist
3 vikum áður en hann kom í
spítalann, varð gulur á hörund,
þvag mjög dökkt, talsverður
húðkláði, léleg matarlyst, ó-
gleöi í sambandi við máltíðir,
ekki uppköst. Hiti ekki mæld-
ur. Sjúkl. var á fótum og sinnti >
þessu ekki, en þegar ástand
hélzt óbreytt, fór hann til lækn-
is, sem fyrirskipaði rúmlegu og
haföi sjúkl. legið vikutíma
heima. Ógleði og kláði hafa á
þeim tíma horfið að mestu, lít-
ur á húð og þvagi færzt til
eðlilegri vegar.