Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 93
L Æ K N ABLABH)
107
dóu á sama ári í sama rúmi og
með rúmlega eins mánaðar
millibili og verður vikið að því
síðar.
Dagsetning og ár aðgerðar:
Eins og tafla I sýnir er fyrsti
sjúklingurinn opereraður 10.
nóv. 1923. Enginn frá 1923—
1925, einn árið 1926, fimm á-
ið 1927, enginn frá 1928—1933,
síðan einn á ári til 1943, fjórir
árið 1944 og úr því 1—3 á ári.
Localisatio sársins
og komplicationir:
Ekki er ævinlega auðvelt að
dæma um það við operationina,
hvort um ulcus ventriculi eða
ducdeni er að ræða. í fáum til-
fellum var diagnosis ulcus juxta
pyloricum, en þau eru hér tal-
in með ulcus duodeni. Eru þá
aðeins 7 tilfellin ulcus ventri-
culi og 20 ulcus duodeni, og eru
það lík hlutföll og gengur og
gerisc í hærri tölum síðari ára.
Að minnsta kosti 4 þessara
sjúklinga höfðu peritonitis uni-
versalis og það á háu stigi. Ann-
ars er ekki unnt að draga þar
hreinar markalínur, því að
allir hafa þeir haft meiri og
minni lífhimnubólgu, en 2
fengu ileus eftir aðgerðina.
Aðgerðir:
Aðgerð var jafnan hin sama.
Sutura ulceris og drenage að-
eins viðhöfð í 2 tilfellum (nr.
1 og nr. 5). í 3 tilfellum var
fyrst skorið inn á botnlangann
og hann tekinn, og í einu til-
felli var lögð Witzels fistula. í
einu tilfelli var gerð resectio
costæ vegna abc. subphrenicus
en engin laparatomia. Aðgerö-
irnar önnuðust 4 læknar: Matt-
hías Einarsson, Guðm. Thor-
oddsen, Karl Sig. Jónasson og
höfundur þessara lína. Allar
reoperationirnar voru fram-
kvæmdar af þeim síðast talda,
nema á nr. 5, hana gerði Matth-
ías Einarsson.
Dánir eftir aðgerðina.
Eins og áður er getið, dóu
tveir sjúklingar á þriðja sólar-
hring eftir operationina, þrátt
fyrir að ekki voru liðnar nema
þrjár klukkustundir frá per-
foration, þegar hún fór fram.
Báðir höfðu sjúklingar þessir
lifað á ströngu mataræði í
mörg ár. Þeir voru báðir 1 ó-
venju miklu shock-ástandi, en
peritonitis virtist ekki vera
mjög mikil og lokun sáranna
virtist vera örugg. Báðir fengu
beir háan hita og dóu úr hyper-
pyrexia.
Væntanlega hafa báðir þessir
siúklingar verið opereraðir of
fljótt, þ. e. þeir hafa ekki verið
búnir að ná sér nógu vel eftir
byrjunarshockið og fullnægj-
andi antishock-meðferð ekki
verið viðhöfð í tíma, sumpart
vegna of mikillar bjartsýni
vegna fyrri reynslu.