Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 21
LÆIvNABLAÐIÐ
35
IM $TÓRUTÁAR§KEKKJU.
Cftir töjarna ^Jániion
Það er kallað hallux valgus
þegar stóra táin myndar horn
við fyrsta ristarlegg og er horn-
ið opið út á við. Þegar skekkjan
er mæld í gráðum er frænd-
hornið mælt og er það því
stærra, sem skekkjan er meiri.
Þegar táin skekkist, snarast
hún til í efri liðnum og gengur
liðhausinn medialt svo þar
verður hnjótur. Þessi hnjótur
er oftast af læknum kallaður
exostosis og ætti það að benda
á, að þar væri um að ræða bein-
vöxt eöa æxli. Sá skilningur er
ekki réttur. Þarna er ekkert
aukabein heldur er þetta lið-
hausinn, sem skagar út undan
kjúkugrunninum (subluxatio).
Mæðir þar á fótabúnaður og
myndast oftast slímpoki. en
húðin yfir eymist. Stundum
hleypur bólga eða jafnvel ígerð
í slímpokann.
Vöðvaátakið á þessar tær er
skakkt og á það við bæði um
rétti- og beygivöðva. Sin rétti-
vöðvans færist út á við undir
húðinni og má glöggt sjá það.
Beygivöðvum fer eins. Má sjá
á Röntgenmynd að sinabeinin
hafa færst utar; á þau festist
flexor hallucis brevis og auk
þess abductor hallucis á það
innra, en á milli þeirra gengur
sin langa beygivöðvans. Verður
því átakið meira utanvert á
tána og eykur það skekkjuna,
sjaldan látið bera út reikninga
til skuldunauta nema einu
sinni; ef reikningur kom aftur
ógreiddur, sakir vilja eða getu-
leysis skuldunauts, hafi hann
lent í pappírskörfunni. Eitt
sinn sá vinur hans hann vera
að laga til í skrifborðsskúff-
unni og stefna með stóra visk
af reikningum í áttina til ofns-
ins, varð honum þá að orði:
„Ætlaröu að brenna þetta,
Matthías?“ — „Vilt þú taka að
þér innheimtuna?11 sagði Matt-
hías um leið og hann stakk
reikningunum í eldinn.
Matthías hafði verið heilsu-
hraustur alla ævi, og það var
ekki fyrr en á sjötugasta old-
ursárinu að bera tók á lasleika,
er sífellt ágerðist, unz hann,
eftir nokkurra vikna legu, fyrst
á heimili sínu og síðar á sjúkra-
húsinu, sem hafði verið hans
aðal-starfssvæði langa ævi,
missti meðvitundina og dó
þann 15. nóv. 1948. Mörg heið-
ursmerki hafði hann hlotið og
heiðurslaun voru honum veitt
þótt hann nyti þeirra skamma
stund, en lengi mun íslenzka
þjóðin geyma minningu þessa
mæta sonar í þakklátum huga.
Ingólfur Gíslason.