Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
31
Breiðumýrarlæknirinn kæmi
strax langt fram til dala til
sjúklings, sem hafði slasast.
Þetta var ljóta sagan, alla setti
hljóða og matarlystin hvarf.
Ég fór strax að búa mig og
kvaddi í skyndi, en einhver
þóttist hafa heyrt Matthías
segja: „Nei, sveitalæknir vil ég
ekki verða.“ Sönnur á þessu
veit ég ekki. Glaða stund áttum
við næsta kvöld heima hjá mér
og síðan hélt Matthías til
Reykjavíkur og tóic þar til ó-
spilltra málanna.
Síðasta tug nítjándu aldar-
innar og fram um aldamótin
var deyfð yfir öllu athafnalífi
í Reykjavík, en þegar kom fram
um miðjan fyrsta tug tuttug-
ustu aldarinnar fór þetta allt
að breytast, Það urðu nokkurs
konar aldahvörf. íslandsbanki
kom með fé, sem var afl þeirra
hluta, sem gera skyldi, bygg-
ingar risu, togararnir fóru að
koma hver af öðrum, atvinnu-
líf blómgaðist og Reykjavík tók
fjörkipp til vaxtar og viðgangs.
ITm leið og fólkinu fjölgaði,
þurfti auðvitað fleiri lækna og
Matthías Einarsson kom eins
og kallaður, því þótt Guð-
mundarnir væru vel liðtækir þá
naut fólkið þeirra ekki eins vel,
þegar hér var komið, vegna
þess hve mjög þeir voru bundn-
ir við önnur störf — kennslu,
stjórnarstörf og sjúkrahús-
vinnu. Jónassen var að hverfa,
og Sæmundur hafði stóran
spítala og sérlæknisstörf á
sinni könnu.
Matthías fór hægt af stað,
sinnti sjúklingum út um bæ,
aðstoðaði Guðmund. Magnús-
son við operationir, tók aö sér
franska spítalann og sá um
sjúklinga þar, meðan hann var
starfræktur, en svo fór hann
smátt og smátt að leggja sjúkl-
inga sína inn á Landakotsspít-
ala, stunda þá þar og gera aó
meinum þeirra, var þá brátt
komið inn á skurðlæknisbraut-
ina, sem gerði Matthías fræg-
astan og ástsælastan og þessa
braut gekk hann meðan kraft-
arnir entust. Oft sigldi Matt-
hías til útlanda og kynnti sér
framþróun í læknislistinni,
ferðaðist víða um Evrópu —
stundum sem fulltrúi stéttar
sinnar á læknaþingum, svo
skrifaði hann og fræddi um
árangur ferða sinna er heim
kom.
Heimilislíf M. E. var hið á-
nægjulegasta. Þann 7. júní
1906 kvongaðist hann frk. Ell-
en Matthíasdóttur Jóhannessen
kaupmanns í Reykjavík. Hún
var góð og greind kona og mun
hafa verið manni sínum traust
og styrkur þegar áhvggjur
lö^ðust að, og ekki mun hún
hafa latt hann eða hindrað í
hinu göfuga starfi, heldur þvert
á móti reynt að efla hann til
sem mestra dáða með því að
búa vel að honum á alla lund,
svo hann mætti halda vinnu-