Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 110
124
LÆIvNABLAÐIÐ
E. værl skökk. Hingað til hef-
ir þaö verið tekið trúanlegt, að
eggin bærust af hundstrýni eða
tungu, þótt enginn maður hafi
enn leitað þeirra þar, auk held-
ur fundið þau.
Rannsóknir á skóplöggum
voru aldrei framkvæmdar, enda
lagðist bráðlega niður að nota
íslenzka skó. Til þess að nokk-
ur sönnun hefði fengizt, hefði
þurft að rannsaka miklu meira
magn af ull af kvíaám. En þess-
ar rannsóknir eru dýrar og fyr-
irhafnarmiklar og féllu svo al-
veg niður.
M. E. segir á einum stað (í
óprentuðu plaggi): „Eftir því
sem ég hefi hugsað meira um
þetta, hefi ég orðið sannfærð-
ari um, að öll sullsmitun sé
nátengd við fé — mjaltir og
fjárhirðingu —. Hverjum
manni, sem nokkur afskipti
hefir haft af sullaveikum, er
það ljóst, að næstum undan-
tekningarlaust eru þeir aldir
upp fram eftir aldri á sveita-
heimili, þar sem kvikfjárrækt
er aðalstarf.
Eitt er það enn, sem veldur
því, að ég held að hættan sé
svo mikil af fénu. Ég hygg,
að t. e. - eggin, sem geymast í
ullinni, njóti góös af líkams-
hita ánna, verði þróttmeiri og
lífseigari og því hættumeiri fyr-
ir menn og skepnur. Þau lifa
þarna eins og í vermireit (Ther-
mostat) “.
Um alllangt árabil spurði
hann hverja sullaveika konu
um það, hvort hún hefði mjólk-
að í kvíum og svörin voru und-
antekningarlaust jákvæð.
Þegar búnaðarhættir breytt-
ust, þannig að fráfærur lögðust
niður, fór sullaveikin að þverra
til muna. Gefur það ekki ein-
hverja bendingu um að tilgáta
M. E. hafi haft við rök að styðj-
ast? Það mál verður eflaust
aldrei sannað.
Eins og að líkum lætur, snéri
ritstjórn Lærebog i Intern Me-
dicin sér til M. E. til að skrifa
um sullaveikina í þetta mikla
rit, eftir að Guðm. Magnússon
féll frá. Hefir hann nú skrifað
þennan kafla í síðari útgáfurn-
ar.
Matth. Ein. átti um langt
skeið bréfaskipti við ýmsa
menn víðs vegar um heim, sem
framarlega stóðu í rannsókn-
um á sullaveikinni. Má þar
nefna menn eins og V. Pérez
Fontana (Montevideo), Louis
Mario Alonzo (Buenos Aires),
Próf. Posselt (Insbruch) og síð-
ast en ekki sízt próf. F. Dévé í
Rouen, hinn mikla sulla-patho-
log. Vissi ég að Dévé leitaði
mjög oft til hans um upplýs-
inear viðvíkjandi sullaveikinni
á íslandi, og það er vegna fyrir-
spurnar frá honum, að M. E.
byrjar að rita síðustu grein
sína, sem nú birtist í Lbl. um
ech. alveolaris, þar sem honum
tekst að sanna, að einasti sjúkl.
á íslandi, sem grunaður hefir