Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 46
60
L Æ K N A B L A Ð I Ð
þarna var ekkert athugavert,
ekki heldur neitt sjúklegt að
finna við briskirtilinn. Bein
voru ekki athuguð né heiiabú.
Hypernephroma er vel þekkt-
ur og ekki sérlega fátíður sjúk-
dómur. Mjög hefir sjúkdóma-
fræðinga greint á um, a.f hvers-
konar vef æxlið væri mvndað
Von Grawitz (1883) hélt því
íyrstur fram, að rekja mætti
uppruna þess til nýrnahettu-
vefs. Því til sönnunar taldi
hann:
a) að leifar af nýrnahettu-
vef fyndust undir trefja-
hjúpnum (capsulunni).
Vitað er, að nýrnahetturn-
ar hvelfast yfir efri enda
nýrans í 3. mánuði fóstur-
lífsins og eru þá möguleik-
ar á, að þess konar fyrir-
brigði eigi sér stað.
b) Fitan væri meiri í hyper-
nephromafrumunum en í
nýrnavefnum.
c) Greinileg takmörk sæjust
milli æxlisvefsins og
nýrnavefsins.
d) Æxlisvefnum svipaði til
nýrnahettuvefsins að nið-
urröðun fi’umanna og út-
liti þeirra.
Sumir sjúkdómafræðingar
síðari tíma hafa risið öndverðir
gegn þessari skoðun og telja,
að æxlisvefurinn sé eingöngu
runninn frá nýrnagangafrum-
um og telja beri þessi æxli til
hreinna krabbameina (Lu-
barsch, Stoerck, o. fl.). En aðr-
ir (Karsner o. fl.) fara bil
beggja og telja, að vel kunni að
vera um nýrnahettuvefjarleif-
ar að ræða, sem taki að ofæxl-
ast, en jafnframt gæti sömu
áhrifa 1 nýrnavefnum og valdi
því, að um tvennskonar æxlis-
vef sé að ræða, þegar vel sé að
gáð.
Með hliðsjón af framan-
skráðu verður að álíta að
dæmi það, er ég hefi tekið
hér til athugunar, styöji
skoðanir hinna síðastneíndu.
Ef athugaður er æxlisvefur-
inn á mynd IV verður auðsæ
líkingin á þessum vef og nýrna-
hettuvef. Aftur á móti sést
strax, þegar meinvörpin eru at-
huguð, að um mjög ólíkan vef
er að ræða. Ilann virðist ótví-
rætt vera af þekjuuppruna og
sést það skýrast í lifrarmein-
varpinu eins og mynd III ber
með sér. Þar sést greinileg há-
frumuþekja, er myndar hol-
rúm og ganga. Slík fyrirbrigði
sáust hvergi í sneiðum þeim, er
teknar voru úr sjálfu æxlinu.
Án efa hefir þó þess konar vef-
ur verið þar, þótt ekki væri
sú heppni með, að bera þar
niður til smásjárathugunar.
Hypernephroma getur náð
mikilli stærö, án þess að beri
á einkennum, og er ekki talið.
að það dreifi sér sérlega fljótt
til annarra líffæra. Algengast
mun vera, að meinvörp frá því