Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 12
26
LÆKNABLAÐIÐ
MATTHÍAS EIAARSSOA
YFIRLÆKNIR
Matthías Einarsson læknir
var einn af þeim mönnum, sem
áttu dýpstar rætur í hugum og
hjörtum íslenzku þjóðarinnar
allan fyrripart þessarar aldar
og nú þegar hann er horfinn
og þessi hálfa öld er líka á för-
um er gott og kærkomið tæki-
færi til að rifja upp, í fáura
oröum, feril þessa mæta manns
og láta rit stéttarinnar geyma
minningu hans.
Það var einmitt um alda-
mótin — með byrjun þessarar
aldar aö hann hóf læknisnám
hér í Reykjavík, og síðan helg-
aði hann læknislistinni krafta
sína og líf af þeirri alúð og
með þeim ágætum, sem þjóð-
kunnugt er. Læknisnáminu
lauk hann á fjórum vetrum á
læknaskólanum, en tvö ár —
hin síðustu gömlu aldarinnar
— hafði hann dvalið í Kaup-
mannahöfn og lesið þar við há-
skólann undirbúningsfög til
læknanáms — námsgreinar,
sem minni áherzla var lögö á
hér heima. Hann stundaði nám
ið af alúð og lauk því með
góðri fyrstu einkunn árið 1904.
hans lengi minnzt, sem eins
bezta sonar íslands. — Blessuð
sé minninq þessa ágæta drengs
og samherja.
Ben. G. Wáge.
Raunar er ofsagt, að hann hafi
lokiö náminu þá, því hann hélt
áfram aö nema læknavísindi
allt starfstímabilið og varð því
fjölfróðari miklu í þessum efn-
um en ætla skyldi, vegna þess
hve óhemju mikil störf hlóðust
á hann og tími til lestrar þvi
takmarkaður, en það var eitt
af einkennum Matthíasar, iive
fljótur hann var að lesa og
slingur að tileinka sér kjarn-
ann. en sneiða framhjá hism-
inu. Aðallega voru það fransk-
ar og þýzkar bækur og tímarit,
sem hann las og söfnuðust að
honum kestir af þessum fræði-
bókum, er stundir liðu; sér-
staklega var það skurðlæknis-
fræöin, er hann lagði áherzlu
á, enda varð hann sérfræðing-
ur í þeirri grein, sem kunnugt
er, þótt jafnfær væri hann á
flestum sviöum og stundaði al-
mennar lækningar alla tíð,
jafnhliða sérstarfinu og sjúkra-
hússlæknisstörfunum. Það var
gott fyrr okkur starfsbræður
hans og vini úti á landsbyggð-
inni, að eiga Matthías að þegar
í haröbakka slóst, síma til hans,
leita ráða og leiðbeininga, og
vanalega eða ætíð voru einhver
ráð með að greiða fram úr t. d.
og meöal annars, með því að
láta senda sér sjúklingana og
taka þá á sjúkrahúsið, þótt