Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 85
L Æ K N A B L A Ð I Ð
99
hærri icterusindex en 50, en
öðrum batna með icterusindex
vfir 400 (4). Lifrarstækkun seg-
ir líka lítið, en skyndilegar
breytingar á lifrarstærðinni
vita á illt.
Á lokastigi veikinnar koma
fram eink. frá taugakerfi,
krampar, svefn, meðvitundar-
leysi, óráð með óróa og hljóð-
um. Yfirleitt deyja þessir sjúkl.
í djúpu coma. Mortalitet er 0.13
—0.44% 4).
Meðferð: Specifik meðöl eru
ekki til. Það eina, sem fundizt
hefir, sem verkar í þá átt, en þó
tæplega nema profylaktiskt, er
gammaglobulin. Stokes cg
Keefe 9) hafa sannað, að það
getur hindrað eða dregið úr
h. a. i. sé það gefið fólki, sem
á hættu á sýkingu af þeim
sjúkdómi, og á incubations-
tíma hans. Sömuleiðis töldu
þeir líkur á að gagn gæti verið
að því, ef það væri gefið sjúkl.
með h. a. i. á preicteriska stig-
inu, og hafa aðrir staðfest það
síðan.
Rúmlega er aðalatriðið, nógu
snemma og nógu lengi. Fremur
fiturýrt fæði, og er nú talið
hæfilegt 50 gr. fita og 150 gr.
eggjahvíta á dag, kolvetni svo
að vel sé séð fyrir kaloríuþörf,
næg vitamin og vökvun. E. t. v.
smáskammtar af insúlíni. En
fyrst og fremst rækileg rúm-
lega. Fyrir utan það, að sjúkd.
verður þá yfirl. vægari og
stendur skemur, dregur hún
líka úr hættunni á að sjúkd.
taki sig upp á ný eftir að hann
virðist vera genginn hjá. En
þess eru ekki svo fá dæmi, og
hann getur orðið banvænn í
síðara skiptið 7).
Aminosýrurnar methionin og
cholin hafa talsvert verið not-
aðar síðari árin í meðferð á
lifrarsjúkd. Rökin fyrir því, að
reynt hefir verið að nota þessi
meðöl, eru þau, að með þeim
hefir tekizt að hindra lifrar-
skemmdir af chlorofornii í
hundum, sem nærðir höfðu
verið á eggjahvítusnauðu fæði.
Hoagland og Shank 10) próf-
uðu þessar tvær aminosýrur og
auk þess lifrarextract (crud-
um) á sjúkl. með h. a. i. Sjúkl-
ingahóparnir, sem prófaðir
voru, voru 4. Einn hópurinn
fékk cholin, annar methionin,
þriðji grófan lifrarextract og
fjórði saltvatn ( til saman-
burðar). Árangur var ekki sjá-
anlegur, legudagafjöldi og
þyngdaraukning varð álíka í
öllum flokkunum. Einnig hef-
ir verið reynt að gefa mjólk og
typus-paratyphusvaceine sem
inj. og a. m. k. einn höfundur,
sem við höfum rekizt á, telur
sig hafa stytt sjúkdómstímann
allverulega með þessari með-
ferð.
Við kláða hjá sjúkl.með h. a.
i. hefir verið notað ergotamin
tartrat (gynergen) subcutant
(höfum við notað það með góð-
um árangri).