Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐI i>
81
Sjúkdómsgreining.
Byrjunareinkennin eru venju-
lega ertingar-einkenni frá rót-
um eða mœnu. Sjúklingarnii
fá oft mikla geislandi verki í
handleggi, brjóst, kviS, fætur,
anus eða genitalia, eftir því
hvar æxlið er. Á þessu stígi er
sjúkdómsgreiningin oft afar
erfið. En ef verkirnir eru heift-
arlegir og stöðugt vaxandi. þá
er gild ástæða til að yfirvega,
hvort um mænuæxli er að
ræða. Oft vill það brenna við,
að langur tími líður frá því að
þessir sjúklingar verða fyrst
varir við byrjunareinkennin og
þangað til þeir koma til að-
gerðar, venjulega 1—3 ár.
Margir þessara sjúklinga fara
frá lækni til læknis og frá
sjúkrahúsi til sjúkrahúss, án
þess að sjúkdómurinn hafi ver-
ið greindur rétt, og sumir hafa
veriö skornir vegna nýrna-
steina, gallsteina, eða botn-
langabólgu. Eftir að ertingar-
einkennin frá rótum eða mænu
hafa staðið mánuði eða ár,
kemur venjulega næsta stig
sjúkdómsins, sem er, mótorisk-
ar eða sensitivar lamanir, það
er að segja anæsthesiur, anal-
gesiur, slappar (radiculærar)
eða spastiskar (medullærar)
lamanir og sfincter truflanir,
og að lokum einkenni algjörrar
þver-læsionar á mænu.
Eins og áður hefir verið sagt,
er algengast að gangur sjúk-
dómsins sé eins og hér hefir
4. mynd.
Schmidts frumuhreiður í dura.
verið lýst, en hann getur verið
á annan veg. Verkirnir geta
komið seint í sjúkdómnum, og
stundum, enda þótt það sé
sjaldgæft, geta sjúklingarnir
verið verkjalausir. Það er óal-
gengt að sjúkdómurinn byrji
með motoriskum eða sensitiv-
um lömunum, en þó á það sér
stað.
Það er athyglisvert, að men-
ingeomin eru miklu algengari í
konum en körlum, og sömu-
leiðis það, að þau gefa venju-
legast einkenni hjá sjúklingum
á aldrinum 51—60 ára. Sjald-
gæft er að finna mænu-men-