Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 65
L Æ KNABLAÐIÐ
79
tímabili var það ríkjandi skoð-
un, að serösar himnur (arach-
noidea) væru klæddar epitheli.
Um þetta leyti álitu flestir vís-
indamenn, að þessi æxli yxu
frá dura, þó hafði Cleland (S),
árið 1864, sagt frá sjúkling
með meningeom í heila. Var
auðvelt að skilja æxlið frá
dura, og taldi hann því, að það
væru öll líkindi til þess, að þau
yxu frá „granulationes pacchi-
oni“. Árið 1902 skrifaði
Schmidt (19) hina klassisku
grein um þessi æxli, og komst
að þeirri niðurstöðu, að menin-
geom yxu ekki frá frumum í
sjálfri dura, heldur frá arach-
noidea og þá sennilega frá
arachnoidea-frumu-hreiörum í
dura og kallaði þau „arach-
noidal fibroblastom“.
Nú á dögum álíta flestir þessi
æxli vera af bandvefs uppruna,
en aðrir telja þau vera af
neuro-epithel uppruna og hafa
þess vegna kallað þau neuro-
evithelicm. Cushing nefnir
þessi æxli meningeom, sem er
bæði stutt og hlutlaust orð, og
hefi ég því valið það heiti öðr-
um fremur.
Um það eru mjög skiptai
skoðanir, hvernig greina skal
þessi æxli histologiskt, en
heppilegt er að greina þau eins
og Bland og Russel (3) í 5
flokka, endotheliomatös, fibro-
blastisk, angioblastisk, xantho-
matös og myxomatös menin-
geom.
2. mynd.
Schmidts frumuhreiöur í dura.
Mænu-meningeomin eru
venjulega egg- eða kúlulöguð.
á stærð við kirsuber eða val-
hnot, en eru sum miklu stærri.
Þau innihalda oft sjáanlegt
kalk og eru næstum alltaí vax-
in við innflötinn á dura og
stöku sinnum mænu. Lang oft-
ast er aðeins um eitt æxli aö
ræða. Oftast eru þau á móts
við columna thoracalis, sjaldn-
ar columna lumbalis eða cervi-
calis, og eru venjulega á hlið
við mænuna, sjaldnar að fram-
an- eða aftanverðu við hana.
Árið 1944 höfðu 150 sjúkling-
ar verið skornir á taugaskurð-