Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 64
78
L Æ K N A B L A Ð I Ð
M æ n ii - m e n i n g e o m .
CUL
Sá, sem kynnir sér þau rit,
er fjalla um sjúkdómseinkenni
mænuæxla, veitir því strax at-
hygli, hve túlkun höfundanna
á eðli sjúkdómseinkennanna er
misjöfn. Þetta orsakast vafa-
laust af því, að fæstir þeirra
gefa nægjanlegan gaum að
histologi æxlanna, en skipta
þeim aðeins í extradural, juxta-
medullær og intramedullær
æxli. Það er vafalaust jafn þýð-
ingarlítið, að tala um sjúk-
dómseinkenni æxla í tauga-
kerfi, án þess að taka fullt til-
lit til histologi þessara æxla,
eins og tala um sjúkdómsein-
kenni æxla í kviðarholi, án
þess að greina frá uppruna og
eðli þeirra.
í doktorsritgerö minni (14)
kaus ég því, að rannsaka eina
tegund æxla 1 taugakerfi,
mænu-meningeom.
Hér ætla ég 1 stuttu máli að
gera grein fyrir því helzta vai'ð-
andi histologi, sjúkdómsgrein-
ingu og meðferð þessara æxla.
Síðar verður sagt frá 3 sjúkling-
um, sem ég hefi gert á skui’ðað-
gerð vegna mænu-meningeoma
á Sct. Jósepsspítalanum í Rvík.
Pathologi.
Það hefir lengi verið ágrein-
ingur um uppruna og tegund
meningeoma. Árið 1835 nefndi
Cruveilhier (9, s.5) þessa teg-
und æxla tumor cancereuse des
méninges, en fyrir þann tíma
voru þau venjulega kölluð fung-
us durae matris. Virchow (21)
áleit þessi æxli vera af band-
vefs-uppruna og nefndi þau, er
voru kölkuð, psammom, og hin,
sem ekki voru kölkuð, sarcom.
Árið 1859 nefndi Meyer (13), og
seinna Robin (18), þessi æxli
epitheliom, bæði vegna þess
hve þau líktust epithel-cancer,
og eins vegna hins, að á þessu
1. mynd.
Mænumeningeom.