Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 5
L Æ K N A B L A Ð I Ð
19
Mun það' hafa ráðið miklu um
það, að hann settist þá þegar
að í bænum.
Jafnframt gerðist hann að-
stoðarlæknir Guðmundar heit-
ins Magnússonar við uppskuvði
í St. Josefsspítalanum og fór úr
því að stunda þar sjúklinga á
eigin ábyrgð. Fyrstu sjúkl., (3
taugaveikissjúkl.) leggur hann
þar inn 6. janúar 1906. Fyrstu
sjálfstæðu handlæknisaðgerð-
ina gerir hann þar svo 9. maí
sama ár (fistula ani), en þá
síðustu 11. september 1948 (2
botnlangaskurði, annað var
appendicitis acuta).
Þegar á fyrstu starfsárum
sínum, skömmu fyrir aldamót,
höfðu þeir Guðmundur Magn-
ússon og Guðmundur Hannes-
son lagt í að gera áður óþekkt-
ar skurðaðgerðir hér á landi og
það oftast við frumstæð skil-
yrði. En þegar þeir fá betri að-
stæður, Akureyrarspítalinn
var endurbyggður fyrir tilstilli
Guðmundar Hannessonar 1898
og St. Jósefsspítalinn í Reykja-
vík tekur til starfa 1902, geta
þeir betur sýnt hvers þeir eru
megnugir.
Sullskurðir urðu þá dagsdag-
leg aðgerð, en nú var einnig
ráðizt í að gera aðra meirihátt-
ar skurði bæði á útvortis og
innvortis líffærum. Þannig
gerir Guðmundur Hannesson
fyrsta botlangaskurðinn á ís-
landi (á Ingólfi Gíslasyni hér-
aðslækni) á Akureyrarspítala
árið 1902 og Guðmundur
Magnússon gerir þá aðgerð í
nóvember næsta ár á St. Jósefs-
spítala. Bæði tilfellin voru acut
og svæsin.
í sjúkraskrám St. Jósefsspít-
ala frá fyrstu starfræksluárum
hans má sjá, að Guðmundur
Magnússon og síðar Guðmund-
ur Hannesson (eftir að hann
flytur til Reykjavíkur 1907)
hafa þá þegar gert margar
vandasamar aðgerðir á innri
líffærum auk stærri útvortis
aðgerða.
Það líður þó ekki á löngu,
unz hinn ungi læknir, Matthí-
as Einarsson, fetar dyggilega í
fótspor þessara ágætu skurð-
lækna og gengur jafnvel fetinu
framar. Þannig ræðst hann
fyrstur 1 að gera miðhlutun
(resectio) á maganum vegna
cancer pylori þegar í septem-
ber 1906 og það með góðum
árangri. Hann átti eftir að
verða fyrstur til að gera fleiri
vandasamar skurðaðgerðir hér
á iandi og með tímanum gerist
hann svo alhliða skurðlæknir,
að heita má, að ekkert líffæri
mannlegs líkama verði honum
noli me tangere. Hann gerðist
allt í senn athafnamikill ortho-
ped, gynecolog, urolog, abdo-
minalchirurg, neurochirurg o.
s. frv.
Aðgerðir á útlimum og bein-
um (orthopedia) virðist
snemma hafa orðið honum
hugþekkt viðfangsefni, enda