Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 99
L Æ K N A B L A Ð I Ð
113
anast. í fyrra tilfellinu (nr. 1
tafla II) virtist sárið svo vel
gróið, að ekki var ráðizt í að
gera G. e. anast. vegna þess
hve sjúklingurinn var ungur.
Honum batnaði þó ekki og var
síðar reopereraður á ísafjarð-
arspítala, en ekki unnt að
komast að maganum vegna
samvaxta. Hann dó svo þar á
spítalanum 4—5 árum síðar,
var krufinn og kom þá í ljós, að
maginn var eitt krabbameins-
berði.
Á öllum hinum var gerð duo-
denoraphia og G. e. anast. r. p.
(eða curvatur) í eitt skipti með
Brauns anastomosis.
Árangur af operationum þess-
ara sjúklinga hefir reynzt góð-
ur að undanskildum nr. 6.
Dæmi til skýringar:
Sjúklingur nr. 3: J. L. 28 ára
leitaði mín fyrst 16/11. 1933 og
hafði þá haft grunsöm ulcus
einkenni í 8 ár. Botnlanginn
hafði verið tekinn þremur ár-
um áður. Sjúklingnum leið svo
allvel á diæt á næstu tveim ár-
um, en í febrúar 1925 fær hann
í tvö skipti mjög svæsin kvala-
köst, svo að hann gat ekki af
sér borið og vai’ð að liggja í 2
—3 daga og nota deyfandi lyf.
Helzt var haldið, að um blýeitr-
un væri að ræða. Röntgen-
mynd (13/3. ’35) sýndi greini-
lega nische 1 duodenum. Oper.
15/6. ’35. Harður ulcus-tumor
í duodenum, sem auðsætt er,
að hefir perforerað, því að hálf-
organiserað fibrin er undir
hægri lifrarlobus og í öllu um-
hverfi duodenum. Gerð er duo-
denoraphia og g. e. anast. r.c.
curvat.
Sjuklingur nr. 5: Útdráttur
úr sjúkralýsingu dags. 24/10.
’35: S. G. 50 ára hefir í ca. 20
ár fengið verkjaköst fyrir
bringspalir oft mánuðina út,
en dettur niður á milli. í fyrra-
kvöld um kl. 12 varð henni illt,
er hún kom inn og fékk þá allt
í einu kvalakast 1 hægra ab-
domen allt frá hægra nára og
upp í öxl. Hún kallaði á nætur-
lækni og fékk morphinsprautu,
en verkjum linnti ekki, fyrr en
eftir margar klst. Kl. 12 næsta
dag sá ég sjúklinginn. Leið
henni þá mjög illa í hægra ab-
domen og öxlinni og mikill de-
fens og eymsli voru um allt
abdomen. Hiti var 37,5, puls
90, lifrardeyfa eðlileg, engin
gula á scleræ. Sjúklingurinn
var þegar lögð á St. Jósefsspít-
ala, grunuð um u. p. perfora-
tum. En þar eð fljótlega dró
úr einkennum var hætt við að
gera laparotomia þegar í stað.
Hiti upp í 38 stóð í viku. Rúm-
lega mánuði síðar eða 26/11.
var gerð laparotomia. Rétt neð-
an við pylorus er hvítleitt, flatt
herzli á stærð við fimmeyring
og ligament hepato-duodenal-
is er einnig mjög þykknað. í
miðju herzlinu er örlítið inn-
dregið auga á serosa eins op'