Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 41
L Æ K N A B L A Ð I Ð
55
I iii H^pernephroma
S„
veinóóon.
(í^ftir j-^órarin
Um nokkurt árabil undan-
farið hefi ég haft á hendi
krufningar í St. Jósepsspítala í
Reykjavík. Þar sem um er að
ræða sjúkrahús, sem rekið er án
aðstoðar hins opinbera, hvílir
engin skylda á því að láta gera
krufningar. Af þessu leiðir, að
árlega eru mjög fáar krufning-
ar gerðar, eða þá einungis, er
óvissa ríkir um banamein. Flest
ar hafa krufningarnar orðið 11
á ári, en samkvæmt skýrslum
sjúkrahússins, árin 1934—1946,
deyja árlega í sjúkrahúsinu að
meðaltali 67 manns. Það er því
ljóst, að lítill hluti hinna látnu
er athugaður, en væntanlega
mun verða ráðin bót á því, er
tímar líða.
Við yfirlit á krufningaskýrsl-
um þessum hefi ég staldrað
við eina þeirra sérstaklega og
tel ég hana þess virði, að hún
sé birt. Um er að ræða krufn-
ingu á skólabróður og góðkunn-
ingja þáverandi yfirlæknis,
Matthíasar Einarssonar. Fer
hér á eftir útdráttur úr sjúkra-
sögu hans og stutt lýsing á því,
sem var að sjá við krufninguna.
Á. G. karlm. 74 ára. í bernsku
var hann fremur kvefsækinn og
hafði bólgna eitla á hálsi. Leit-
að var til homopata vegna þess
og var talið, að hann fengi
lækningu hjá honum. Heilsu-
far síðan sæmilegt til 1925, áð
hann fékk kvalakast 1 kviðar-
holið, er læknir hans taldi aö
stafaði af gallsteinum. í árs-
byrjun 1927 var gerður á hon-
um holskurður og reyndist
hann hafa sull í lifur og var
hann tekinn. Heilsaðist vel á
eftir. Um áramótin 1939—’40
var gert að kviðsliti, er hann
hlaut í örið eftir sullaðgerðina.
Heilsufar hans var annars gott.
þar til í des. 1946, að hann fékk
mjög þrálátan hósta. Var þó á
fótum til 3. jan. 1947. Hann
hafði þá hitavott, venjulega
37,5 að morgni en 37,8—38°C
aö kvöldi. Þann 11. jan. 1947
var hann fluttur í Landakots-
spítalann til rannsóknar. Hann
varð rænulítill stuttu eftir að 1
sjúkrahúsið kom, og dró mjög
ört af honum. Það reyndist
því mjög erfitt að framkvæma
nokkrar verulegar rannsóknir
á honum. Röntgenmynd, er
tekin var af brjósti 27./1. ’47,
sýndi stækkaða brjósteitla og
stækkaðan skugga umhveríis
hjartaæðastofn, einkum til
vinstri. R. diagnosis: Tumor
mediastinalis. Þvagrannsóknir
sýndu eggjahvítu 1 þvagi (2
mg%). Sjúklingurinn andaðist
þann 4. febr. 1947.
Við líkskoðun og krufningu
var þetta að finna: Hæð nál.