Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 22
36
L Æ K N A B L A Ð I Ð
en stuðlar jafnframt aö því að
auka bilið milli fyrsta og ann-
ars ristarleggjar og eykur það
skekkjuna enn. Er þá komin
svikamylla.
Adductor hallucis gerir sitt
til að draga tána út á við og á
hann hægra um vik þegar ab-
ductorinn er hættur að gegna
sinni köllun, en kominn með
innra sinabeininu út undir
miðjan leggjarhaus og hefir
gengið í sálufélag við beygi-
vöðvann. Jafnframt tognar á
innri hluta liðpokans, en sá
ytri skorpnar.
Kvartanir sjl. þessara. eru
venjulega eymsli á fyrsta leggj
arhaus innanverðum og fyrir-
ferðaraukning þar. „Beinið er
að ganga út“, „ég get ekki feng-
ið nógu breiða skó“. Oft er það
útlitið, sem rekur fólk til lækn-
is, skórnir aflagast, bunga út,
innanvert.
Miklum mun er það algeng-
ara, að konur leiti læknis við
stórutáarskekkju en karlar.
Mun skekkjan sennilega vera
algengari á konum, en hitt
kann líka að valda nokkru um,
að þær vilja vera fótnettari.
Það kemur minna við marga
karla þó skórnir, sem þeir nota,
séu í stærra lagi. Auk þess
er skófatnaður karla til muna
þægilegri í notkun, skynsam-
legar byggður. Skófatnaður
margra kvenna í löndum
þeim, sem kenna sig við menn-
ingu, er hins vegar hryggilegt
fyrirbæri; 6—8 cm. háir hælar
með mjóum gangfleti, mjó tá-
hetta, sem gengur fram í totu,
sólamynd og einhver flækja af
böndum, sem heldur þessu sam-
an. í þessum skóm rennur fót-
urinn fram, tærnar þrýstast
saman og nýtast illa til gangs,
stóra táin ýtist útávið, en hin-
ar inn, þungi líkamans kemur
mestmegnis á táberg. Þessir
skór eiga að sjálfsögöu nokk-
urn þátt í stórutáarskekkju og
raunar brenglun á öllum tám.
og meiri óleik gera þeir fótum
og göngulagi, en út í þá sálma
skal ekki farið hér.
Okkur finnst áberandi hve
margt gamalt fólk hér á landi
hefir stórutáarskekkju, án
þess þó, að hafa nokkrar tölur
til þess að byggja þá skoðun á.
Skyldu íslenzku skórnir eiga
þar hlut að máli? Geti nokkr-
ir skór skælt tær, hafa þeir
gert það. Grjótharðir að ofan
alla daga, sem þurrir voru, tá-
mjóir og þröngir, en linir und-
ir il.
En þó skuldinni hafi verið
skellt á skó og á suma með
nokkrum rétti, þá kemur fleira
til og aðalorsakanna er ann-
ars staðar að leita.
Er þá fyrst að nefna meta-
tarsus primus varus. Þegar svo
er háttað, að fyrsti ristarlegg-
ur beinist um of inn á við,
verður bilið milli I. og II. leggj-
ar meira að framan en vant er.
Séu nú einhver öfl að verki,