Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 15
L Æ lv X A H L A Ð I f)
29
skyldu kom Matthías Einars-
son 8 ára gamall norðan aí Ak-
ureyri. Tildrögin munu hafa
verið þau, að Sólveig systir
hans, er þá var 11 ára skyldi
fara suður í heimsókn til afa
síns og móðursystkina, fýsti þá
Matthías að fara með systur
sinni, sem hann var mjög fylgx-
spakur og varð það úr að þau
fóru bæði í júní 1887 með póst-
skipinu Láru. Var þá allmikill
ís fyrir Norðurlandi og sóttist
ferðin seint — tafir á höfnum
hér og hvar. — Komu þau loks
til Reykjavíkur eftir 12 daga
útivist, var þeim vel fagnað í
Holti og settust þau nú þar að
til langdvalar. Heimilið var hið
prýðilegasta, komst hinn ungi
sveinn þarna til góðs þroska er
stundir liðu, hann þótti raunar
fremur seinþroska framundir
13 ára aldur, þá gekk hann í
latínuskólann og nú tók hann
ágætum framförum bæði and-
lega og líkamlega, varð meðal
betri námsmanna og að' vexti
varð hann stór og hinn hraust-
asti og traustasti í allri fram-
göngu. Sem barn var Matthías
mjög léttur í lund og í spoi'i,
fjörugur og lífsglaður og sjálf-
kjörinn foringi leiksystkina
sinna enda dáður af þeim sem
primus inter pares — bar af
jafnöldrum sínum vegna
snilli sinnar og fimi. Fyrsti
kennari hans undir skóla var
séra Stefán Thorarensen, sem
bjó í húsi því er Guðmundur
Björnsson landlækmr bjó í sið-
ar — við Amtmannsstíg. Þetta
er stutt frá latínuskólanum og
mun litli ellefu ára drengur-
inn hafa rennt hýru auga til
skólapiltanna á skólablettin-
um, er hann var að koma út frá
gamla prestinum með náms-
bókina sína undir hendinni.
sagnar hjá hinum mæta kenn-
Næsta vetur naut hann svo til-
ara, Bjarna Símonarsyni, er
síðar varð prestur að Brjáns-
læk.
Matthías tók svo próf inn 1
1. bekk, nýlega orðinn 13 ára,
vorið 1892 og skólaárin sex urðu
honum sem slétt og óslitin
braut, unz hann lauk stúdents-
prófi með góðri 1. einkunn vor-
ið 1898. Hann mun hafa verið
næstum jafnfær í öllum náms-
greinum, stundaði námið
sæmilega vel, gáfurnar farsæl-
ar og rómaður var hann fyrir
vinnugleði og lífsgleði, sam-
vizkusemi, léttlyndi, glaðværð
og góðsemi. Matthías varð
mjög vinsæll meðal skóla-
bræöra sinna sem annarra sam-
ferðamanna á lífsleiðinni. —
Snemma fór að bera á því, hve
góður leikfimismaður hann var,
enda varð hann íþróttafröm-
uður alla ævi. Á barns- og ung-
lingsárunum var hann hopp-
andi og stökkvandi þar sem
því varð viðkomið og hann
hoppaði hærra og stökk lengra
en hinir og allt eftir því og
sjálfsagt hefði hann sett mörg