Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ
95
mjög oft eftir bólusetningu,
þegar bóluefni er tekið úr
mönnum. Nú á síðustu árum
þykir fullsannað, að gulusmit-
efni berist með blóði eða serum
við blóðgjafir og bólusetning-
ar 3). Þessi transmissions-
hepatitis (homologous serum
jaundice), sem þannig berst,
gefur sjúkdómsmynd sem er ó-
þekkjanleg frá h. a. i. kliniskt
og pathologiskt anatomiskt, þó
að enn sé deilt um hvort sama
orsök sé að hvoru tveggja. In-
cubations-tíminn er annar, 3-5
vikur við h. a. i. en 6—18 vikur
við transmissionshepatitis og
er það einkum þessi munur, er
hefir skapað ágreining um það,
hvort orsök sé sú sama.
Smithætta við h. a. i. er
mest í byrjun veikinnar og rétt
eftir að gula kemur fram, enda
helzt tekizt að sýkja sjálfboða-
liða með smitefni frá slíkum
sjúklingum. Þó virðist koma
fyrir, að menn verði sýklaber-
ar. Einkum þykjast menn hafa
orðið varir við, að transmis-
sionshepatitis komi frá þeim,
sem hafa fengið h. a. i. fyrir
lengri eða skemmri tíma og það
jafnvel allt að 20 árum. 4).
Talsvert hefir borið á því, að
transmissonshepatitis komi
fram í sambandi við svokallaða
„blóðbanka“. Dæmi eru til, að
1 af hverjum 86 sjúkl., sem
fengu plasma úr blóðbanka,
hafi fengið hepatitis 5).
Til skamms tíma hefir varla
verið gert ráð fyrir smithættu
af öðru en syfilis og malaria
frá blóði, sprautum og nálum,
en full ástæða virðist nú orðið
til, að hafa hepatitis-hættuna
í huga.
H. a. i. er talin gefa í flestum
tilf. varanlegt ónæmi. Mjög
sjaldgæft er, að menn fái
sjúkd. tvisvar og yfirleitt tekst
ekki að sýkja menn í tilrauna-
skyni hafi þeir fengið sjúk-
dóminn áður.
Einkenni. Eftir 3—5 vikna
meögöngutíma hefst byrjunar-
stig veikinnar og stendur 5—10
daga, oftast kringum viku. Að-
aleinkennin þá eru þroti í nefi
og koki, lystarleysi, flökurleiki,
uppköst, ónot og verkur fyrir
bringspölum, stundum niður-
gangur en oftar tregar hægðir.
Öll þessi einkenni eru óstöðug
og óáreiðanleg, einkum í dreifð-
um tilfellum, en ákveðnari þeg-
ar faraldur gengur.
Síöan hefst aðalkafli veik-
innar með gulu, hitahækkun,
dökku þvagi og ljósum saur og
stundum húðkláða. Á stríðsár-
unum bentu Barker, Capps og
Allen 6) á, að gula fylgdi ekki
alltaf h. a. i. í faraldri af h. a. i.
fundu þeir sjúklinga með öll
eink. veikinnar nema gulu. —
Nefndu þeir þetta form sjúk-
dómsins hepatitis ac. infectiosa
sine ictero (acute hepatitis
without jaundice) og álitu, þó
að ekki vilji þeir fullyrða um
það, að álíka margir muni sýkj-