Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 6
20
LÆKNABLAÐIÐ
vai' þörfin á því brýn á þeirn
árum. í september 1906 gerir
hann t. d. aðgerð vegna pes
equinovarus og smátt og smátt
færist hann fleira og fleira í
fang á því sviði.
Hann gerir hér fyrstur speng
ingar á hrygg ad mod. Albee
(og Hibbs) bæði vegna hrygg-
skekkju og þó einkum vegna
spondylitis tuberculosa, fæst
við réttingar á beinum (osteo-
tomia) og jafnvel beinleng-
ingar; beínflutninga svo sem
transplantation á fibula í stað
humerus eða tibia auk meiri
háttar húðflutnings; sker við
luxatio coxæ congenita, neglir
brot í mjaðmarlið, mobilserar
stífa liði (anchylosis) bæði um
hné og olnboga, flytur tii sinai'
við vöðvalamanir o. s. frv.
Þá gerir hann strumectomia
vegna Basedowssjúkdóms og
vafalaust fyrstur hérlendra
lækna Försters aðgerð á mænu
taugum vegna Littlessjúk-
dóms, sker við mænuæxlum,
trigeminusneuralgia, gerir
sympathectomia vegna Revn-
audssjúkdóms og gangrena
senilis, trepanationir o. s. frv.
Ennfremur gerir hann fyrstur
hérlendra lækna transurethral
resection á prostata, plumber-
ar lungu vegna tuberculosis,
fæst nokkuð við cosmetiskar
aðgerðir, svo að minnzt sé á
það helzta 1 brautryðjanda-
starfi hans í skurðlækningum
hér á landi.
Sullaveikin var mikið við-
fangsefni íslenzkra lækna á
fyrstu starfsárum Matthíasar,
og var hann jafnframt Guð-
mundi Magnússyni mjög
þekktur utanlands og innan
fyrir lækningar sínar og rit um
sullaveiki, og verða því gjörð
betri skil á öðrum stað í Lækna-
blaðinu. En baráttan við sulla-
veikina endaði með glæsileg-
um sigri, eins og kunnugt er.
Loks var Matthías heitinn
mjög eftii’sóttur fæðingarlækn-
ir, og gaf hann sig um langt
skeið mikið að þeirri grein
læknisfræðinnar, þrátt fyrir
allar annirnar og gerði all-
marga keisaraskurði.1)
Matthías heit. hafði snemma
fullan skilning á því, hversu
veigamikið atriði góð svæfing
eða deyfing er sjúklingnum.
Hann hafði því jafnan vakandi
auga á öllum framförum á því
sviði. Hann kemur með fyrsta
Wanschers svæfibelginn hing-
að til lands, er hann kom heim
frá framhaldsnámi árið 190ö.
Staðdeyfingar notar hann
snemma, og verður fyrstur til
þess að kaupa Mac Kessans
svæfingai’tæki fyrir glaðlofts-
og æthersvæfingar. Einnig mun
hann fyrstur hafa notað hér á
landi intravenös evipan-nati’i-
um svæfingar, og um líkt leyti
1) Vafalítið þann fyrsta hér á
landi, þar sem bæði móðir og barn
lifðu af aðgerðina.