Læknablaðið - 15.10.1949, Blaðsíða 26
40
L Æ K N A B L A Ð IÐ
aö sjúkl. þarfnast skammrar
legu. Ókostirnir eru, aö ekkert
er gert til að laga skekkju tá-
arinnar og að oft er ekkert hirt
um liöpokann, svo öfl þau, er
leitast við að skekkja tána hafa
minna aðhald. Vex oft skekkj-
an á eftir unz táin liggur nærri
þvert undir eða yfir næstu tám.
Auk þess er numinn burtu
hluti af leggjarkollinum —
stundum fullur helmingur —
en þessi kollur er einn af þrem-
ur punktum, sem mest mæðir á
við stöður og gang. Ræður að
líkum að ekki er til bóta að
rýra þessa stoö meira en góðu
hófi gegnir og á þetta viö um
allar þær aðgerðir, sem ráðast
á „exostosuna". (4. mynd).
Aðgerð Kellers er mikið not-
uð. Með henni má rétta tána,
en útlitinu er nokkuð ábóta-
vant, því táin styttist verulega
og Spreizfuss er eftir sem áð-
ur óbreyttur. Eins kemur fvr-
ir. aö óþægindi verða í liðnum
eða að hann stirðnar, einkum
hafi ekki nóg verið tekið af
kjúkunni.
Það á líka við um Mavo's að-
gerð og jafnvel frernur, nema
mikið sé tekið af kollinum eða
hann jafnvel allur tekinn Sé
það gert, er fóturinn lélegur til
gangs og sjúkl. verr farinn en
áður.
Enn á það við um Guildal’s
aðferð, að liðurinn getur stirðn-
að eða orðið aumur. Þó vel tak-
ist, vantar bakfettuna í tána cg
Holnnanns aðferð.
beygjan er léleg, því sinar
löngu beygi- og réttivöðvanna
eru saumaðar saman milli bein-
stúfanna.
Aðgerð Lapidusar er góö,
þar sem mikil varusskekkja er
á fyrsta ristarlegg, en nokkuö
langan tíma tekur, þar til sjl.
er fullíær aftur í erfiði, því vel
þarf að gróa saman leggur og
fleygbein. Þar reynir mikið á.
Silvers aögerð reynist mörg-
um illa og vill einkum bera á
því að táin réttist um of og
veröur úr varusskekkja.
Hinar aðgerðirnar þekkjum
við ekki af eigin raun.
Þá er ótalin sú aðgerð, sem
okkur finnst sameina flesta
kosti, en hafa fæsta galla, en
það er aðgerð Hohmanns (3.
mynd):
1) Húðskurður byrjar dorso-
medialt á miðri fyrstu
kjúku, gengur yfir liðinn
og endar medialt á miðj-
um ristarlegg.